Gleðin við völd í Hrunaréttum og ánægja með lömbin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2023 20:31 Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna. Hann segir að gleðin hafi verið við völd í réttunum eins og svo oft áður. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið í Hrunamannahreppi létu ekki rigningu og leiðindaveður í morgun trufla sig í réttarstörfum í Hrunarétt skammt frá Flúðum, þar sem voru um þrjú þúsund og fimm hundruð fjár. “Mikill hátíðisdagurinn í sveitinni” segir sveitarstjórinn. Það var að sjálfsögðu flaggað í réttunum í morgun, sem hófust klukkan 10:00 og stóðu fram yfir hádegi. Veðrið hefði getað verið mun betra en bændur og þeirra fólk létu það nú ekki hafa áhrif á sig. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér er gleðin við völd. Lömbin líta ágætlega út en eru auðvitað svolítið niðurringd eftir nóttina og síðasta dag en þau líta mjög vel út,” segir Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi og fjallkóngur Hrunamanna. „Hrunamenn eru mjög ánægðir með daginn enda er þetta mikill hátíðisdagur. Þetta er svona einn af þessum stórum hátíðisdögum enda er gefið frí í skólanum og leikskólanum þannig að það geti allir komið og notið,” segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps lét sig ekki vanta í réttirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf fjör í réttunum enda mikið um að vera. Lömbin eru allt í lagi en ekkert of væn en ég held að það sleppi til,“ segir Þorsteinn Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Sigurður Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum mætti með tvo Breta í réttirnar, sem hafa unnið mikið fyrir landbúnaðinn þar í landi en ákváðu að koma til Íslands til að kynna sér íslenska sauðféð og réttarstemminguna. Helgi mun verja tíma með þeim um helgina og fara með þá í fleiri réttir. Helgi S. Haraldsson með Bretana, sem eru hér á landi til að kynna sér íslensku sauðkindina og allt það helsta í kringum hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttirnar gengu mjög vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera mun, mun betra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Það var að sjálfsögðu flaggað í réttunum í morgun, sem hófust klukkan 10:00 og stóðu fram yfir hádegi. Veðrið hefði getað verið mun betra en bændur og þeirra fólk létu það nú ekki hafa áhrif á sig. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér er gleðin við völd. Lömbin líta ágætlega út en eru auðvitað svolítið niðurringd eftir nóttina og síðasta dag en þau líta mjög vel út,” segir Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi og fjallkóngur Hrunamanna. „Hrunamenn eru mjög ánægðir með daginn enda er þetta mikill hátíðisdagur. Þetta er svona einn af þessum stórum hátíðisdögum enda er gefið frí í skólanum og leikskólanum þannig að það geti allir komið og notið,” segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps lét sig ekki vanta í réttirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf fjör í réttunum enda mikið um að vera. Lömbin eru allt í lagi en ekkert of væn en ég held að það sleppi til,“ segir Þorsteinn Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Sigurður Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum mætti með tvo Breta í réttirnar, sem hafa unnið mikið fyrir landbúnaðinn þar í landi en ákváðu að koma til Íslands til að kynna sér íslenska sauðféð og réttarstemminguna. Helgi mun verja tíma með þeim um helgina og fara með þá í fleiri réttir. Helgi S. Haraldsson með Bretana, sem eru hér á landi til að kynna sér íslensku sauðkindina og allt það helsta í kringum hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttirnar gengu mjög vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera mun, mun betra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira