Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou Anahita Babaei og Elissa Bijou skrifa 9. september 2023 10:00 Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. Markmið okkar með aðgerðunum var að varpa ljósi á hryllilegan raunveruleika hvalveiða Íslendinga. Eftir að við hættum okkar mótmælaaðgerðum héldu báðir bátar út til að veiða og hafa þegar þetta er skrifað drepið þrjár langreyðar. Þó okkur hafi tekist með mótmælaaðgerðum okkar að koma í veg fyrir að þeir drápu að minnsta kosti fjórar, tókst okkur því miður ekki að stöðva veiðarnar fyrir fullt og allt. Það er strax ljóst að veiðiaðferðir við hvalveiðar hafa ekki batnað neitt, vitni við hvalstöðina segja að tvær af þrem langreyðum sem drepnar voru í gær voru skotnar tvisvar og það ber vott um löng og þjáningarfull dauðastríð. Veiðiaðferðirnar eru enn jafn hræðilegar og þær voru þegar fagráð um velferð dýra gaf út yfirlýsingu sína í júní þar sem fram kom að veiðiaðferðir væru ómannúðlegar og brytu í bága við dýravelferðalög á Íslandi. En það var sú yfirlýsing sem Svandís Svavarsdóttir ráðherra notaði sem ástæðu fyrir því að hún gerði tímabundið hlé á veiðum í 2 mánuði. Það er einnig ljóst á þessum fyrstu veiðum tímabilsins að Hvalur hf. getur hvorki fylgt lögum um veiðarnar né dýravelferðarlögum. Móðir jörð og veðurguðirnir gera bátum Kristjáns Loftssonar erfitt fyrir með því að hræra í vindi og sjó. Það er mjög ólíklegt að honum takist að ná kvóta sínum vegna slæms veðurs og ferðalaga hvalanna frá Íslandsmiðum á þessum árstíma. Það er einlæg von okkar að fólk sem fylgdist með okkur og sem lætur sér málefnið varða og vilja stöðva hvalveiðar og vernda þessar mikilfenglegu skepnur taki höndum saman og krefjist þess að stjórnvöld stöðvi þessar ónauðsynlegu og hryllilegu veiðar strax. Ef þú vilt að hvalveiðar verði stöðvaðar þá getur þú skrifað til ráðherra í ríkisstjórn Íslands og/eða tjáð þig við færslur þeirra á samfélagsmiðlum, biðlaðu til þeirra að stöðva þessar veiðar. Hér má einnig finna undirskrifarsöfnun gegn hvalveiðum. Með þökk fyrir allt, stöðvum hvalveiðar núna! Höfundar eru baráttukonur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. Markmið okkar með aðgerðunum var að varpa ljósi á hryllilegan raunveruleika hvalveiða Íslendinga. Eftir að við hættum okkar mótmælaaðgerðum héldu báðir bátar út til að veiða og hafa þegar þetta er skrifað drepið þrjár langreyðar. Þó okkur hafi tekist með mótmælaaðgerðum okkar að koma í veg fyrir að þeir drápu að minnsta kosti fjórar, tókst okkur því miður ekki að stöðva veiðarnar fyrir fullt og allt. Það er strax ljóst að veiðiaðferðir við hvalveiðar hafa ekki batnað neitt, vitni við hvalstöðina segja að tvær af þrem langreyðum sem drepnar voru í gær voru skotnar tvisvar og það ber vott um löng og þjáningarfull dauðastríð. Veiðiaðferðirnar eru enn jafn hræðilegar og þær voru þegar fagráð um velferð dýra gaf út yfirlýsingu sína í júní þar sem fram kom að veiðiaðferðir væru ómannúðlegar og brytu í bága við dýravelferðalög á Íslandi. En það var sú yfirlýsing sem Svandís Svavarsdóttir ráðherra notaði sem ástæðu fyrir því að hún gerði tímabundið hlé á veiðum í 2 mánuði. Það er einnig ljóst á þessum fyrstu veiðum tímabilsins að Hvalur hf. getur hvorki fylgt lögum um veiðarnar né dýravelferðarlögum. Móðir jörð og veðurguðirnir gera bátum Kristjáns Loftssonar erfitt fyrir með því að hræra í vindi og sjó. Það er mjög ólíklegt að honum takist að ná kvóta sínum vegna slæms veðurs og ferðalaga hvalanna frá Íslandsmiðum á þessum árstíma. Það er einlæg von okkar að fólk sem fylgdist með okkur og sem lætur sér málefnið varða og vilja stöðva hvalveiðar og vernda þessar mikilfenglegu skepnur taki höndum saman og krefjist þess að stjórnvöld stöðvi þessar ónauðsynlegu og hryllilegu veiðar strax. Ef þú vilt að hvalveiðar verði stöðvaðar þá getur þú skrifað til ráðherra í ríkisstjórn Íslands og/eða tjáð þig við færslur þeirra á samfélagsmiðlum, biðlaðu til þeirra að stöðva þessar veiðar. Hér má einnig finna undirskrifarsöfnun gegn hvalveiðum. Með þökk fyrir allt, stöðvum hvalveiðar núna! Höfundar eru baráttukonur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun