Sjö ára fann þriggja karata demant úti á víðavangi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. september 2023 23:34 Demantinn fékk stúlkan í raun í afmælisgjöf. Arkansas State Parks Sjö ára stúlka fann 2,95 karata demant í þjóðgarði í Arkansas í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Þjóðgarðsvörður segir demantinn með þeim fallegri sem hún hefur séð. Það eru fáir staðir í heiminum þar sem almenningur getur freistað þess að finna demanta úti á víðavangi en í þjóðgarðinum, sem heitir Demantagígur, gefst fólki kostur á að leita að gersemum. Leitarsvæðið er ofan á gömlu eldfjalli og jarðlögin geta verið gjöful. Það er í raun ekki óalgengt að göngugarpar finni demanta í þjóðgarðinum, líklega finnast einn til tveir á dag, en sjaldnast ná þeir almennilegri stærð. Það gerði hann þó í þetta skipti. Stúlkan átti sjö ára afmæli og ákvað að fara með föður sínum og ömmu í þjóðgarðinn – í tilefni dagsins. Í afmælisgjöf fékk hún risastóran demant, þann næststærsta sem fundist hefur á árinu. „Henni varð heitt og ætlaði þess vegna að hvíla sig í stutta stund. Hún settist niður og ekki leið á löngu þar til hún kom hlaupandi og kallaði: Pabbi, pabbi, ég fann einn!“ Þetta segir faðir stúlkunnar um fundinn en feðginin fóru í kjölfarið saman í þjónustumiðstöð þjóðgarðarins, þar sem starfsmenn staðfestu að steinninn væri svo sannarlega demantur. Þjóðgarðsvörður segir demantinn einn þann fallegasta sem hún hefur séð. Þjóðgarðurinn deilir sögu stúlkunnar á heimasíðu sinni en samkvæmt óformlegri könnun gæti verðmæti demantarins hlaupið á nokkrum milljónum króna. Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Það eru fáir staðir í heiminum þar sem almenningur getur freistað þess að finna demanta úti á víðavangi en í þjóðgarðinum, sem heitir Demantagígur, gefst fólki kostur á að leita að gersemum. Leitarsvæðið er ofan á gömlu eldfjalli og jarðlögin geta verið gjöful. Það er í raun ekki óalgengt að göngugarpar finni demanta í þjóðgarðinum, líklega finnast einn til tveir á dag, en sjaldnast ná þeir almennilegri stærð. Það gerði hann þó í þetta skipti. Stúlkan átti sjö ára afmæli og ákvað að fara með föður sínum og ömmu í þjóðgarðinn – í tilefni dagsins. Í afmælisgjöf fékk hún risastóran demant, þann næststærsta sem fundist hefur á árinu. „Henni varð heitt og ætlaði þess vegna að hvíla sig í stutta stund. Hún settist niður og ekki leið á löngu þar til hún kom hlaupandi og kallaði: Pabbi, pabbi, ég fann einn!“ Þetta segir faðir stúlkunnar um fundinn en feðginin fóru í kjölfarið saman í þjónustumiðstöð þjóðgarðarins, þar sem starfsmenn staðfestu að steinninn væri svo sannarlega demantur. Þjóðgarðsvörður segir demantinn einn þann fallegasta sem hún hefur séð. Þjóðgarðurinn deilir sögu stúlkunnar á heimasíðu sinni en samkvæmt óformlegri könnun gæti verðmæti demantarins hlaupið á nokkrum milljónum króna.
Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira