Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 11:42 Hörður Felix Harðarson segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti byggðar. Vísir/Vilhelm Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í Sprengisandi í dag. Þar fór hann yfir það hvernig málið birtist honum og Samskipum. Hann segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samráð fyrirtækisins við Eimskip byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti gripnar. Hann kallar þær „samsæriskenningar“. Setji málið í einkennilegan búning Kristján Kristjánsson, þáttarstjórnandi Sprengisandar, hélt því fram að gallinn við málflutning Harðar væri játning Eimskipa. „Auðvitað setur þetta málið allt í mjög einkennilegan búning. Og þetta setur Samskip í verri stöðu en ella,“ svaraði Hörður, sem benti þó á að játningin færi ekki sönnur á brot Samskipa. Það þyrfti að leiða þau í ljós af gögnum málsins. Um sáttina sagði Hörður að þar væri vissulega játað að samráð hafi átt sér stað. „Reyndar í örfáum línum,“ tekur hann fram. Á meðan liggja fyrir athugasemdir Eimskipa sem Hörður segir vel rökstuddar og gefa upp rétta mynd af málinu. Hann spyr því hvers vegna Eimskip játi árið 2022 þegar þeir hafi mörg ár á undan haldið fram sakleysi og haldið upp hörðum vörnum. Hann segir þá ákvörðun ekki vera endurmat á gögnum málsins, þar sem að ekkert nýtt hafi legið fyrir í þeim efnum. Taktísk játning eyði óvissu Hins vegar fylgi því mikil óvissa að vera með Samkeppniseftirlitið hangandi yfir sér í öll þessi ár, að sögn Harðar. „Með þessari ákvörðun er óvissunni eytt. Og hvað gerðist? Samstundis urðu gríðarlegar hækkanir á virði félagsins í kauphöllinni. Fyrir mér er þetta taktísk rekstrarleg ákvörðun,“ Þá bætir hann við að ákvörðunin komi niður á samkeppnisaðilanum, Samskipum, þó hann taki fram að hann saki þá ekki um að hafa hugsað út í slíkt. En með ákvörðuninni hafi verið tryggt að Samskip myndu greiða jafnmikið eða meira en Eimskip í sekt. Um er að ræða einn og hálfan milljarð króna. „Ég er ekki að ætla mönnum að hafa beinlínis hugsað það þannig, en það sem gerist óhjákvæmilega við þetta er að aðalkeppinautur félagsins er settur í vonda stöðu. Ekki bara út frá sönnun á atvikum, heldur út frá fjárhæðinni. Því með því að samþykkja að greiða einn og hálfan milljarð þá er félagið búið að tryggja það að litli aðilinn á markaðinum þarf þá að lágmarki að borga einn og hálfan milljarð í endanlegri ákvörðun,“ segir Hörður. Vilja ekki játa rangar sakir Í ljósi þess að hann kalli ákvörðun Eimskipa skynsamlega rekstrarákvörðun var hann spurður hvers vegna Eimskip hafi ekki gert slíkt hið sama. Hann segir nokkrar ástæður vera fyrir því. Meðal annars hafi fyrirtækið ekki fjárhagslega burði til að borga upphæðirnar sem um ræðir. Og þá hafi engin hjá fyrirtækinu viljað stíga fram og játa sakir sem þeir telji að félagið hafi ekki framið. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Hörð í Sprengisandi í dag. Þar fór hann yfir það hvernig málið birtist honum og Samskipum. Hann segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samráð fyrirtækisins við Eimskip byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti gripnar. Hann kallar þær „samsæriskenningar“. Setji málið í einkennilegan búning Kristján Kristjánsson, þáttarstjórnandi Sprengisandar, hélt því fram að gallinn við málflutning Harðar væri játning Eimskipa. „Auðvitað setur þetta málið allt í mjög einkennilegan búning. Og þetta setur Samskip í verri stöðu en ella,“ svaraði Hörður, sem benti þó á að játningin færi ekki sönnur á brot Samskipa. Það þyrfti að leiða þau í ljós af gögnum málsins. Um sáttina sagði Hörður að þar væri vissulega játað að samráð hafi átt sér stað. „Reyndar í örfáum línum,“ tekur hann fram. Á meðan liggja fyrir athugasemdir Eimskipa sem Hörður segir vel rökstuddar og gefa upp rétta mynd af málinu. Hann spyr því hvers vegna Eimskip játi árið 2022 þegar þeir hafi mörg ár á undan haldið fram sakleysi og haldið upp hörðum vörnum. Hann segir þá ákvörðun ekki vera endurmat á gögnum málsins, þar sem að ekkert nýtt hafi legið fyrir í þeim efnum. Taktísk játning eyði óvissu Hins vegar fylgi því mikil óvissa að vera með Samkeppniseftirlitið hangandi yfir sér í öll þessi ár, að sögn Harðar. „Með þessari ákvörðun er óvissunni eytt. Og hvað gerðist? Samstundis urðu gríðarlegar hækkanir á virði félagsins í kauphöllinni. Fyrir mér er þetta taktísk rekstrarleg ákvörðun,“ Þá bætir hann við að ákvörðunin komi niður á samkeppnisaðilanum, Samskipum, þó hann taki fram að hann saki þá ekki um að hafa hugsað út í slíkt. En með ákvörðuninni hafi verið tryggt að Samskip myndu greiða jafnmikið eða meira en Eimskip í sekt. Um er að ræða einn og hálfan milljarð króna. „Ég er ekki að ætla mönnum að hafa beinlínis hugsað það þannig, en það sem gerist óhjákvæmilega við þetta er að aðalkeppinautur félagsins er settur í vonda stöðu. Ekki bara út frá sönnun á atvikum, heldur út frá fjárhæðinni. Því með því að samþykkja að greiða einn og hálfan milljarð þá er félagið búið að tryggja það að litli aðilinn á markaðinum þarf þá að lágmarki að borga einn og hálfan milljarð í endanlegri ákvörðun,“ segir Hörður. Vilja ekki játa rangar sakir Í ljósi þess að hann kalli ákvörðun Eimskipa skynsamlega rekstrarákvörðun var hann spurður hvers vegna Eimskip hafi ekki gert slíkt hið sama. Hann segir nokkrar ástæður vera fyrir því. Meðal annars hafi fyrirtækið ekki fjárhagslega burði til að borga upphæðirnar sem um ræðir. Og þá hafi engin hjá fyrirtækinu viljað stíga fram og játa sakir sem þeir telji að félagið hafi ekki framið.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira