Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Árni Sæberg skrifar 11. september 2023 10:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þar segir að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi færst til Vinnumálastofnunar frá Útlendingastofnun í júlí árið 2022. Upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nái því ekki lengra aftur en til júlí árið 2022, en Bergþór hafði óskað eftir upplýsingum allt aftur til ársins 2020. Í svarinu segir að kostnaður vegna leigubílaaksturs á tímabilinu hafi verið 96,6 milljónir króna og 128,862 milljónir króna vegna annars aksturs, alls 225,496 milljónir króna. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu nánast þrefaldast Bergþór óskaði eftir upplýsingum um upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar með talið sálfræðiþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum og árum. Í svari ráðherra segir að á seinni hluta ársins 2022 hafi kostnaðurinn verið 95,375 milljónir króna en á fyrri hluta þessa árs 259,653 milljónir króna. Það gerir hækkun upp á rúmlega 270 prósent milli ára. Hótelherbergi einstöku sinnum leigð Þá má einnig sjá sundurliðun á kostnaði vegna húsnæðis fyrir umsækjendur. Í svari ráðherra segir að allur almennur húsnæðiskostnaður hjá Vinnumálastofnun sé vegna leigu á herbergjum. Í þeim tilvikum þegar gistiheimili eru tekin á leigu miðist kostnaður við hvert herbergi. Í einhverjum tilvikum hafa verið leigð herbergi á hótelum til skamms tíma. Kostnaður vegna húsaleigu á tímabilinu hafi verið 993,478 milljónir króna og 63,656 milljónir króna vegna leigu hótelherbergja. Þá segir að samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sé þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd metin reglulega og spá þess efnis uppfærð eftir því sem þörf er á. Í töflu sem sýnir áætlaða viðbótarþörf segir að þann 1. janúar á næsta ári muni þurfa á bilinu 900 til 2.700 rými til viðbótar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Rekstur hins opinbera Hælisleitendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þar segir að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi færst til Vinnumálastofnunar frá Útlendingastofnun í júlí árið 2022. Upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nái því ekki lengra aftur en til júlí árið 2022, en Bergþór hafði óskað eftir upplýsingum allt aftur til ársins 2020. Í svarinu segir að kostnaður vegna leigubílaaksturs á tímabilinu hafi verið 96,6 milljónir króna og 128,862 milljónir króna vegna annars aksturs, alls 225,496 milljónir króna. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu nánast þrefaldast Bergþór óskaði eftir upplýsingum um upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar með talið sálfræðiþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum og árum. Í svari ráðherra segir að á seinni hluta ársins 2022 hafi kostnaðurinn verið 95,375 milljónir króna en á fyrri hluta þessa árs 259,653 milljónir króna. Það gerir hækkun upp á rúmlega 270 prósent milli ára. Hótelherbergi einstöku sinnum leigð Þá má einnig sjá sundurliðun á kostnaði vegna húsnæðis fyrir umsækjendur. Í svari ráðherra segir að allur almennur húsnæðiskostnaður hjá Vinnumálastofnun sé vegna leigu á herbergjum. Í þeim tilvikum þegar gistiheimili eru tekin á leigu miðist kostnaður við hvert herbergi. Í einhverjum tilvikum hafa verið leigð herbergi á hótelum til skamms tíma. Kostnaður vegna húsaleigu á tímabilinu hafi verið 993,478 milljónir króna og 63,656 milljónir króna vegna leigu hótelherbergja. Þá segir að samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sé þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd metin reglulega og spá þess efnis uppfærð eftir því sem þörf er á. Í töflu sem sýnir áætlaða viðbótarþörf segir að þann 1. janúar á næsta ári muni þurfa á bilinu 900 til 2.700 rými til viðbótar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Rekstur hins opinbera Hælisleitendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira