Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 09:02 Myndin er tekin í bænum Ouirgane þar sem fjölmenn teymi leita nú að fólki. Vísir/EPA Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO. Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO.
Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30
Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05