Rógur eða rannsókn? Bryndís Schram skrifar 11. september 2023 11:30 Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun