„Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. september 2023 21:20 Jóhann Berg Guðmundsson var með fyrirliðabandið í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu þar sem Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, var afar ánægður með sigurinn. „Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sjá meira
„Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sjá meira