Gera kröfu um að eftirlitið verði í námunda við fiskeldið Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2023 22:55 Þórdís Sif Sigurðardóttir er bæjarstjóri Vesturbyggðar. Egill Aðalsteinsson Andstæðingar sjókvíaeldis hafa ítrekað kröfur sínar um að eldi á laxi í fjörðum landsins verði bannað eftir að staðfest var að 27 eldislaxar, sem fundist hafa í laxveiðiám víða um land að undanförnu, eru úr kvíum Arctic Fish í Patreksfirði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bæjarstjóra Vesturbyggðar, Þórdísi Sif Sigurðardóttur, í beinni útsendingu frá Patreksfirði. „Í fiskeldi má alltaf gera ráð fyrir að sé strok. Lögin og reglur um fiskeldi gera alltaf ráð fyrir stroki þannig að þetta á ekkert að koma okkur mikið á óvart að það sé strok,“ segir Þórdís Sif. Hún segir áhættumat erfðablöndunar byggt inn í lögin sem gildi þá vegna þessara fiska og áhrifa þeirra í laxveiðiám. Einnig viðbragðsáætlun sem fiskeldisfyrirtæki eigi að setja sér og fara eftir vegna stroka. Laxeldiskvíarnir umræddu í dag. Byggðin á Patreksfirði í bakgrunni.Egill Aðalsteinsson „Ég veit náttúrlega ekki hvernig eftirlitinu var framfylgt hjá þeim. En við gerum auðvitað þá kröfu til allra atvinnurekenda að fara eftir eftirliti og lögum sem gilda um atvinnugreinina. Við höfum jafnframt verið að kalla eftir því í mörg ár, í meira en tíu ár, eftir að atvinnugreinin hóf starfsemi hér, að lög og reglur verði skýrðar varðandi fiskeldið og að eftirlitið verði hert. Og við höfum gert þá kröfu að eftirlitið verði jafnframt hérna, í námunda við fiskeldið, þar sem þú ert bara nær þeim stað þar sem kannski slysin gerast.“ -Hagsmunaaðilar sem vilja vernda náttúrulega íslenska laxinn segja að stofninn sé í hættu, það verði að grípa til aðgerða. Eru þeir að ýkja hættuna? „Ég veit ekkert um það. Í rauninni verður Hafró að svara því. Ef það á að taka upp áhættumat erfðablöndunar þá er það bara lifandi plagg sem er hægt að taka upp aftur. Þannig að ég held að það vilji enginn stefna íslenska laxinum í hættu og þetta er langt undir þeim viðmiðunum. Aðeins þrjátíu laxar sem hafa komið upp. Auðvitað getur verið að það komi fleiri. En ég held að þetta sé svolítið svona stormur í vatnsglasi. En auðvitað er áhyggjuefni ef þetta verður viðvarandi og það verður mikið strok. Og ég held að það vilji enginn hafa mikið strok úr kvíunum,“ segir bæjarstjórinn. Kvíarnar sem laxinn slapp úr eru í sunnanverðum Patreksfirði, undan Kvígindisdal.Egill Aðalsteinsson Sjókvíaeldið er einna stærst á landinu í sveitarfélögunum á sunnanverðum Vestfjörðum. En væri hægt að færa það upp á land? „Það er ekki hægt að færa þetta upp á land hérna. Ef sjókvíaeldi yrði bannað þá myndi ekki vera eldi á Vestfjörðum. En við ætlum ekki að gefa neinn afslátt fyrir umhverfið eða samfélagið hérna á einhverjum slysum,“ segir Þórdís Sif, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Vesturbyggð Lax Umhverfismál Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda ám, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2. mars 2023 21:42 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bæjarstjóra Vesturbyggðar, Þórdísi Sif Sigurðardóttur, í beinni útsendingu frá Patreksfirði. „Í fiskeldi má alltaf gera ráð fyrir að sé strok. Lögin og reglur um fiskeldi gera alltaf ráð fyrir stroki þannig að þetta á ekkert að koma okkur mikið á óvart að það sé strok,“ segir Þórdís Sif. Hún segir áhættumat erfðablöndunar byggt inn í lögin sem gildi þá vegna þessara fiska og áhrifa þeirra í laxveiðiám. Einnig viðbragðsáætlun sem fiskeldisfyrirtæki eigi að setja sér og fara eftir vegna stroka. Laxeldiskvíarnir umræddu í dag. Byggðin á Patreksfirði í bakgrunni.Egill Aðalsteinsson „Ég veit náttúrlega ekki hvernig eftirlitinu var framfylgt hjá þeim. En við gerum auðvitað þá kröfu til allra atvinnurekenda að fara eftir eftirliti og lögum sem gilda um atvinnugreinina. Við höfum jafnframt verið að kalla eftir því í mörg ár, í meira en tíu ár, eftir að atvinnugreinin hóf starfsemi hér, að lög og reglur verði skýrðar varðandi fiskeldið og að eftirlitið verði hert. Og við höfum gert þá kröfu að eftirlitið verði jafnframt hérna, í námunda við fiskeldið, þar sem þú ert bara nær þeim stað þar sem kannski slysin gerast.“ -Hagsmunaaðilar sem vilja vernda náttúrulega íslenska laxinn segja að stofninn sé í hættu, það verði að grípa til aðgerða. Eru þeir að ýkja hættuna? „Ég veit ekkert um það. Í rauninni verður Hafró að svara því. Ef það á að taka upp áhættumat erfðablöndunar þá er það bara lifandi plagg sem er hægt að taka upp aftur. Þannig að ég held að það vilji enginn stefna íslenska laxinum í hættu og þetta er langt undir þeim viðmiðunum. Aðeins þrjátíu laxar sem hafa komið upp. Auðvitað getur verið að það komi fleiri. En ég held að þetta sé svolítið svona stormur í vatnsglasi. En auðvitað er áhyggjuefni ef þetta verður viðvarandi og það verður mikið strok. Og ég held að það vilji enginn hafa mikið strok úr kvíunum,“ segir bæjarstjórinn. Kvíarnar sem laxinn slapp úr eru í sunnanverðum Patreksfirði, undan Kvígindisdal.Egill Aðalsteinsson Sjókvíaeldið er einna stærst á landinu í sveitarfélögunum á sunnanverðum Vestfjörðum. En væri hægt að færa það upp á land? „Það er ekki hægt að færa þetta upp á land hérna. Ef sjókvíaeldi yrði bannað þá myndi ekki vera eldi á Vestfjörðum. En við ætlum ekki að gefa neinn afslátt fyrir umhverfið eða samfélagið hérna á einhverjum slysum,“ segir Þórdís Sif, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Vesturbyggð Lax Umhverfismál Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda ám, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2. mars 2023 21:42 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01
Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda ám, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46
Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01
Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. 2. mars 2023 21:42