Volaða land framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2023 12:08 Elliott Crosset Hove sést hér í hlutverki danska prestins á ferðalagi sínu um Ísland. Volaða land Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Það var dómnefnd akademíunnar sem valdi myndina, en í henni sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Myndin var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í fyrra, en á Íslandi í marsá þessu ári. Hún hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Með aðalhlutverk í Volaða landi fara þau Elliott Crosset Hove, Ingvar E. Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Jacob Hauberg Lohmann, og Hilmar Guðjónsson. Það var Hlynur Pálmason sem skrifaði handrit og leikstýrði, en Maria von Hausswolff sá um kvikmyndatöku. „Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.Volaða land Sögusvið myndarinnar er Ísland undir lok nítjándu aldar. Ungur danskur prestur ferðast til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. „Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum með því að spyrja sammannlegra spurninga um tilvist og tilgang mannsins á hugrakkan og áleitin hátt,“ segir í umsögn dómnefndarinnar. „Óvægin náttúruöflin hafa snemma áhrif á ferðalagið og samskipti „nýlenduherrans“ við íslenska sveitamanninn Ragnar ganga ekki sem skyldi vegna tungumálaerfiðleika og menningarmuns. Á ferðalaginu og í leit sinni að æðri mætti þarf presturinn að kljást við sjálfan sig andspænis náttúrunni. Löngun hans til yfirráða gagnvart henni verður honum að falli.“ segir dómnefndin jafnframt. „Kvikmyndataka Mariu Von Hausswolff er stórbrotin og er hver rammi eins og listaverk. Náttúra Íslands í gegnum linsu hennar er í senn óvægin, framandi, ógnvekjandi, fráhrindandi og blaut en líka ægifögur og heillandi án þess að verða nokkurntímann væmin eða yfirdrifin.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Menning Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Það var dómnefnd akademíunnar sem valdi myndina, en í henni sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Myndin var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í fyrra, en á Íslandi í marsá þessu ári. Hún hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Með aðalhlutverk í Volaða landi fara þau Elliott Crosset Hove, Ingvar E. Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Jacob Hauberg Lohmann, og Hilmar Guðjónsson. Það var Hlynur Pálmason sem skrifaði handrit og leikstýrði, en Maria von Hausswolff sá um kvikmyndatöku. „Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.Volaða land Sögusvið myndarinnar er Ísland undir lok nítjándu aldar. Ungur danskur prestur ferðast til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. „Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum með því að spyrja sammannlegra spurninga um tilvist og tilgang mannsins á hugrakkan og áleitin hátt,“ segir í umsögn dómnefndarinnar. „Óvægin náttúruöflin hafa snemma áhrif á ferðalagið og samskipti „nýlenduherrans“ við íslenska sveitamanninn Ragnar ganga ekki sem skyldi vegna tungumálaerfiðleika og menningarmuns. Á ferðalaginu og í leit sinni að æðri mætti þarf presturinn að kljást við sjálfan sig andspænis náttúrunni. Löngun hans til yfirráða gagnvart henni verður honum að falli.“ segir dómnefndin jafnframt. „Kvikmyndataka Mariu Von Hausswolff er stórbrotin og er hver rammi eins og listaverk. Náttúra Íslands í gegnum linsu hennar er í senn óvægin, framandi, ógnvekjandi, fráhrindandi og blaut en líka ægifögur og heillandi án þess að verða nokkurntímann væmin eða yfirdrifin.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Menning Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira