Látnir vita af manni „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2023 13:41 Skólastjóri Kársnesskóla segist ekki vilja hræða fólk með tilkynningunni, heldur vilji hún hafa vaðið fyrir neðan sig. Foreldrar barna í Kársnesskóla í Kópavogi fengu um hádegisleytið í dag tölvupóst vegna einstaklings sem er sagður vera á ferð og eigi ekki að umgangast börn. Skólinn fékk ábendingar um þennan einstakling í dag, en hefur þó ekki orðið hans var. „Við höfum fengið ábendingar um að í vesturbæ Kópavogs sé einstaklingur á ferð sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar.“ segir í póstinum sem Vísir hefur undir höndum. Þar eru foreldrar hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Lögreglunni hefur verið gert viðvart vegna málsins og er hún nú með það til rannsóknar. Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, vonast til að rannsókninni geti lokið sem allra fyrst. „Maður vill bara vera með vaðið fyrir neðan sig og láta foreldra vita ef við fáum einhverja svona ábendingu,“ segir Björg í samtali við Vísi. Hún tekur fram að skólinn hafi ekki orðið var við þennan einstakling, og bendir á að skólinn vilji með þessu ekki vera að hræða fólk. Uppfært - 14:56 Foreldrar hafa nú fengið sendan annan póst frá skólastjórn Kársnesskóla vegna málsins. Þar kemur fram að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið að sýna af sér ósæmilega hegðun. Hins vegar viti skólinn ekki til þess að viðkomandi hafi nálgast börn. Pósturinn hafi verið sendur í varúðarskyni og til upplýsinga. Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
„Við höfum fengið ábendingar um að í vesturbæ Kópavogs sé einstaklingur á ferð sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar.“ segir í póstinum sem Vísir hefur undir höndum. Þar eru foreldrar hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Lögreglunni hefur verið gert viðvart vegna málsins og er hún nú með það til rannsóknar. Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, vonast til að rannsókninni geti lokið sem allra fyrst. „Maður vill bara vera með vaðið fyrir neðan sig og láta foreldra vita ef við fáum einhverja svona ábendingu,“ segir Björg í samtali við Vísi. Hún tekur fram að skólinn hafi ekki orðið var við þennan einstakling, og bendir á að skólinn vilji með þessu ekki vera að hræða fólk. Uppfært - 14:56 Foreldrar hafa nú fengið sendan annan póst frá skólastjórn Kársnesskóla vegna málsins. Þar kemur fram að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið að sýna af sér ósæmilega hegðun. Hins vegar viti skólinn ekki til þess að viðkomandi hafi nálgast börn. Pósturinn hafi verið sendur í varúðarskyni og til upplýsinga.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira