Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 14:56 Á myndinni má sjá eyðilegginguna í kjölfar flóðanna í Derna. Myndinni var dreift á fjölmiðla af ríkisstjórninni í Líbíu í gær. Vísir/AP Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01
Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09