Búið að girða af slysstaðinn á Vopnafirði Jón Þór Stefánsson skrifar 14. september 2023 07:01 Hér má sjá hvernig svæðið, þar sem bæði slysin áttu sér stað, hefur verið girt af. Sara Elísabet Svansdóttir Búið er að girða af klettótt svæði við smábátahöfnina á Vopnafirði þar sem tvö slys hafa orðið á síðustu dögum, þar af eitt banaslys. Frá þessu greinir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, í samtali við Vísi .„Við girtum þetta bara almennilega, og þetta lítur ágætlega út. Þannig nú passar fólk sig að fara ekki alveg að brúninni,“ segir hún. „Eftir að banaslysið varð hefur fólk verið að koma og kveikja á kertum. Þessi staður er ekkert endilega hættulegri en hver annar. Og vegna þess að það er svo mikið af fólki þarna og það er bekkur þarna þá erum við búin að girða svæðið af,“ segir hún. Um er að ræða tímabundna lausn að sögn Söru og í framhaldinu verði skoðað af sveitarfélaginu hvort eigi að setja upp varanlega girðingu. Violeta Mitul lést fyrir rúmri viku síðan, en hún var leikamaður knattspyrnuliðsins Einherja. Sara segir að gríðarlegur samhugur hafi verið í samfélaginu fyrir austan vegna andlátsins. „Það er alveg hræðilegt að þetta hafi gerst. Við vorum með svo fallega bænastund í síðustu viku og það mættu held ég bara allir bæjarbúar,“ segir Sara sem vonast til að fjölskylda Violetu, sem er á landinu hafi fundið fyrir stuðningi. Jafnframt segir Sara að andlátið sé mikið áfall fyrir liðsfélaga hennar hjá Einherja, sem og alla aðra bæjarbúa. Viku eftir banaslysið í síðustu viku féll önnur kona niður af klettunum, en áverkar hennar töldust minniháttar. Vopnafjörður Slysavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frá þessu greinir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, í samtali við Vísi .„Við girtum þetta bara almennilega, og þetta lítur ágætlega út. Þannig nú passar fólk sig að fara ekki alveg að brúninni,“ segir hún. „Eftir að banaslysið varð hefur fólk verið að koma og kveikja á kertum. Þessi staður er ekkert endilega hættulegri en hver annar. Og vegna þess að það er svo mikið af fólki þarna og það er bekkur þarna þá erum við búin að girða svæðið af,“ segir hún. Um er að ræða tímabundna lausn að sögn Söru og í framhaldinu verði skoðað af sveitarfélaginu hvort eigi að setja upp varanlega girðingu. Violeta Mitul lést fyrir rúmri viku síðan, en hún var leikamaður knattspyrnuliðsins Einherja. Sara segir að gríðarlegur samhugur hafi verið í samfélaginu fyrir austan vegna andlátsins. „Það er alveg hræðilegt að þetta hafi gerst. Við vorum með svo fallega bænastund í síðustu viku og það mættu held ég bara allir bæjarbúar,“ segir Sara sem vonast til að fjölskylda Violetu, sem er á landinu hafi fundið fyrir stuðningi. Jafnframt segir Sara að andlátið sé mikið áfall fyrir liðsfélaga hennar hjá Einherja, sem og alla aðra bæjarbúa. Viku eftir banaslysið í síðustu viku féll önnur kona niður af klettunum, en áverkar hennar töldust minniháttar.
Vopnafjörður Slysavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira