Samflokkskona ráðherra skorar á hann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 07:45 Ingibjörg Isaksen, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi og þingflokksformaður við setningu Alþingis í fyrradag. Hún tók sæti á þingi árið 2021. Vísir/Hulda Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. Þetta kemur fram í skriflegum svörum frá Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformanni Framsóknar og oddvita í Norðausturkjördæmi. Eins og fram hefur komið hafa 25 fyrirtæki á Norðurlandi gagnrýnt áformin sem fyrst voru kynnt í lok apríl, auk kennarafélaga beggja skóla og nemenda við Menntaskólann á Akureyri. „Ég hef verið hörð á því frá upphafi að markmið með þeirri vinnu sem lagt var upp með yrði að vera til þess að efla nám og svæðið í heild,“ segir Ingibjörg. „Í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á skýrslu nefndarinnar tel ég einsýnt að staldra við, hægja á okkur og breyta uppleggi vinnunnar. Ég hef skorað á menntamálaráðaherra að endurskoða vinnuna og markmið með það að leiðarljósi að efla nám framhaldskólanna í breiðu samráði.“ Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. „Ein af forsendum þess að hægt sé að slaka á vinnunni eða breyta áherslum er sú að fjármagn inn í málaflokkinn aukist. Ég treysti því að allir þingmenn hér í kjördæminu styðji tillögur um aukið fjármagn inn í málaflokkinn svo hægt sé að hægja á þessari vegferð. Nú er mikilvægt að gefa starfsmönnum, nemendum og heimafólki á svæðinu svigrúm og tækifæri til að móta sameiginlega framtíðarsýn um þróun framhaldsskólastarfs á svæðinu í takt við samfélagsbreytingar og áskoranir.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Framsóknarflokkurinn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum frá Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformanni Framsóknar og oddvita í Norðausturkjördæmi. Eins og fram hefur komið hafa 25 fyrirtæki á Norðurlandi gagnrýnt áformin sem fyrst voru kynnt í lok apríl, auk kennarafélaga beggja skóla og nemenda við Menntaskólann á Akureyri. „Ég hef verið hörð á því frá upphafi að markmið með þeirri vinnu sem lagt var upp með yrði að vera til þess að efla nám og svæðið í heild,“ segir Ingibjörg. „Í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á skýrslu nefndarinnar tel ég einsýnt að staldra við, hægja á okkur og breyta uppleggi vinnunnar. Ég hef skorað á menntamálaráðaherra að endurskoða vinnuna og markmið með það að leiðarljósi að efla nám framhaldskólanna í breiðu samráði.“ Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. „Ein af forsendum þess að hægt sé að slaka á vinnunni eða breyta áherslum er sú að fjármagn inn í málaflokkinn aukist. Ég treysti því að allir þingmenn hér í kjördæminu styðji tillögur um aukið fjármagn inn í málaflokkinn svo hægt sé að hægja á þessari vegferð. Nú er mikilvægt að gefa starfsmönnum, nemendum og heimafólki á svæðinu svigrúm og tækifæri til að móta sameiginlega framtíðarsýn um þróun framhaldsskólastarfs á svæðinu í takt við samfélagsbreytingar og áskoranir.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Framsóknarflokkurinn Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira