Ríkjandi Noregsmeistarar í Kolstad unnu öruggan 22-31 sigur gegn RK Eurofarm Pelister frá N-Makedóníu. Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur með Kolstad og skoraði 8 mörk úr 9 skotum.
Sigvaldi hélt tryggð við Kolstad í sumar og tók á sig launalækkun, en félagið hefur gengið í gegnum mikla fjárhagsörðugleika þrátt fyrir frábært gengi á síðasta tímabili. Svili hans og landsliðsfélagi, Janus Daði, var í hópi fjölmargra leikmanna sem yfirgáfu liðið í sumar.
Í hinni viðureign riðilsins töpuðu pólsku meistararnir Kielce gegn Aalborg frá Danmörku. Mikkel Hansen, landsliðsmaður Dana, var markahæsti leikmaður Aalborg í leiknum með 8 mörk úr 9 skotum.
Síðar í kvöld fara svo fram tveir leikir í B-riðli keppninnar, en þar taka Montpellier á móti Barcelona og GOG leikur á móti RK Celje.