Nýjar reglur settar um hvíldartíma í NBA deildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2023 21:30 Adam Silver, stjórnarnefndarmaður NBA deildarinnar. vísir/getty Stjórnarnefnd NBA deildarinnar kom saman í dag og setti fyrir nýjar reglur um hvíldartíma heilbrigðra leikmanna. Lið gætu nú fengið allt að milljón dollara sekt fyrir að hvíla leikmann sem er ekki meiddur. Álagsstjórnun (e. load management) hefur verið töluvert í umræðunni kringum deildina síðastliðin ár. Nú er deildin í samningaviðræðum um sjónvarpssýningarrétt og vill gera allt sem þeir geta til að stjörnuleikmenn deildarinnar spili sem flesta leiki. Fyrst voru settar reglur um álagsstjórnun fyrir tímabilið 2017–18 þar sem liðum var bannað að hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem voru sýndir í sjónvarpi um gjörvallt landið. Í þeim reglugerðum var sömuleiðis bannað að hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Nú hafa nýjar og strangari reglur verið settar á, þær taka strax gildi þegar tímabilið hefst í lok október og eru svohljóðandi: 1. Ekki má hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Boston Celtics hvíldu t.d. bæði Jayson Tatum og Jaylen Brown í lokaleik síðasta tímabils, þá hafði liðið tryggt sér 2. sæti og átti ekki möguleika á 1. sætinu. 2. Lið skulu sjá til þess að leikmenn séu leikfærir fyrir leiki sem eru sýndir á landsvísu (e. nationally televised) Oft eiga lið leiki tvö kvöld í röð þar sem seinni leikurinn er sjónvarpsleikur. Hvíla þyrfti þá leikmanninn í fyrri leiknum, sama hverjir andstæðingarnir eru. 3. Lið skulu tryggja jafnvægi milli hvíldar í heima- og útileikjum. Skal þá frekar hvíla leikmenn í heimaleikjum. Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green spiluðu heimaleik gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili en voru svo allir hvíldir í næsta útileik gegn Utah. Það er nú bannað og liðið á von á sekt ef það gerist á þessu tímabili. 4. Bannað er að hvíla leikmenn til lengri tíma þó leikir hafi minna vægi. Damian Lillard spilaði ekki síðustu 11 leiki síðasta tímabils vegna verkja í kálfanum eftir að liðið átti ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppninna. NBA deildin mun rannsaka svona mál í vetur og ganga úr skugga um að leikmaðurinn sé raunverulega meiddur. 5. Sé leikmaður hvíldur skal tryggja að hann sé viðstaddur og meðal áhorfenda á leiknum. Þessi regla hefur verið í gildi og helst óbreytt frá árinu 2017. Reglurnar eiga ekki við um alla leikmenn, bara stjörnurnar. Þegar talað er um stjörnuleikmenn deildarinnar er átt við leikmenn sem hafa tekið þátt í All-Star leik eða verið í einhverju af All-NBA liðunum síðustu þrjú tímabil. Það eru 50 leikmenn í 25 liðum sem falla undir þá skilgreiningu. Lebron James og fleiri eru í þeim flokki, en leikmenn sem eru komnir á háan aldur eða að glíma við langtímameiðsli geta fengið undanþágu frá þessum reglum. Til þess þarf skrifleg beiðni að berast að minnsta kosti viku áður en leikur fer fram. Nýliðar í deildinni, eins og til dæmis Victor Wembanyama sem var valinn fyrstur í nýliðavali þessa árs, falla ekki undir þessa skilgreiningu og mega hvílast eins og þeim sýnist. En aðrar reglur eru til staðar sem kveða á um að leikmenn geti ekki unnið til einstaklingsverðlauna nema þeir spili að minnsta kosti 65 leiki á tímabílinu. NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Álagsstjórnun (e. load management) hefur verið töluvert í umræðunni kringum deildina síðastliðin ár. Nú er deildin í samningaviðræðum um sjónvarpssýningarrétt og vill gera allt sem þeir geta til að stjörnuleikmenn deildarinnar spili sem flesta leiki. Fyrst voru settar reglur um álagsstjórnun fyrir tímabilið 2017–18 þar sem liðum var bannað að hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem voru sýndir í sjónvarpi um gjörvallt landið. Í þeim reglugerðum var sömuleiðis bannað að hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Nú hafa nýjar og strangari reglur verið settar á, þær taka strax gildi þegar tímabilið hefst í lok október og eru svohljóðandi: 1. Ekki má hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Boston Celtics hvíldu t.d. bæði Jayson Tatum og Jaylen Brown í lokaleik síðasta tímabils, þá hafði liðið tryggt sér 2. sæti og átti ekki möguleika á 1. sætinu. 2. Lið skulu sjá til þess að leikmenn séu leikfærir fyrir leiki sem eru sýndir á landsvísu (e. nationally televised) Oft eiga lið leiki tvö kvöld í röð þar sem seinni leikurinn er sjónvarpsleikur. Hvíla þyrfti þá leikmanninn í fyrri leiknum, sama hverjir andstæðingarnir eru. 3. Lið skulu tryggja jafnvægi milli hvíldar í heima- og útileikjum. Skal þá frekar hvíla leikmenn í heimaleikjum. Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green spiluðu heimaleik gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili en voru svo allir hvíldir í næsta útileik gegn Utah. Það er nú bannað og liðið á von á sekt ef það gerist á þessu tímabili. 4. Bannað er að hvíla leikmenn til lengri tíma þó leikir hafi minna vægi. Damian Lillard spilaði ekki síðustu 11 leiki síðasta tímabils vegna verkja í kálfanum eftir að liðið átti ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppninna. NBA deildin mun rannsaka svona mál í vetur og ganga úr skugga um að leikmaðurinn sé raunverulega meiddur. 5. Sé leikmaður hvíldur skal tryggja að hann sé viðstaddur og meðal áhorfenda á leiknum. Þessi regla hefur verið í gildi og helst óbreytt frá árinu 2017. Reglurnar eiga ekki við um alla leikmenn, bara stjörnurnar. Þegar talað er um stjörnuleikmenn deildarinnar er átt við leikmenn sem hafa tekið þátt í All-Star leik eða verið í einhverju af All-NBA liðunum síðustu þrjú tímabil. Það eru 50 leikmenn í 25 liðum sem falla undir þá skilgreiningu. Lebron James og fleiri eru í þeim flokki, en leikmenn sem eru komnir á háan aldur eða að glíma við langtímameiðsli geta fengið undanþágu frá þessum reglum. Til þess þarf skrifleg beiðni að berast að minnsta kosti viku áður en leikur fer fram. Nýliðar í deildinni, eins og til dæmis Victor Wembanyama sem var valinn fyrstur í nýliðavali þessa árs, falla ekki undir þessa skilgreiningu og mega hvílast eins og þeim sýnist. En aðrar reglur eru til staðar sem kveða á um að leikmenn geti ekki unnið til einstaklingsverðlauna nema þeir spili að minnsta kosti 65 leiki á tímabílinu.
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira