Eiginkona El Chapo laus úr steininum Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 00:02 Emma Coronel Aispuro á að verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði. AP/Alexandria Adult Detention Center Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans. Það var liður í samkomulagi við alríkissaksóknara en Dómurinn var styttur og henni var því sleppt í dag. Aispuro mun nú verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aispuro hjálpaði eiginmanni sínum einnig að flýja úr fanglesi í Mexíkó árið 2015 með því að smygla til hans úri með GPS. Þannig gátu samverkamenn hans grafið löng göng til hans sem El Chapo notaði til að flýja úr fangelsinu. Göngin voru mjög löng og loftræst. El Chapo notaði mótorhjól á teinum til að keyra í gegnum göngin þegar hann flúði. El Chapo leiddi Sinaloa-samtökin um árabil en hann var handtekinn aftur árið 2016, framseldur til Bandaríkjanna, og dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi árið 2019. Hann afplánar í víggirtu fangelsi í Colorado. Sjá einnig: El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Hann fór þó fram á það við fangelsismálayfirvöld í síðasta mánuði að Aispuro og tvær dætur þeirra mættu heimsækja hann í fangelsi. Kynntust þegar hún var sautján ára Í frétt BBC segir að Aispuro, sem er 34 ára gömul hafi fyrst hitt El Chapo þegar hún var sautján ára og að keppa í fegurðarsamkeppni. Faðir hennar, var háttsettur meðlimur í Sinaloa samtökunum en situr nú í fangelsi í Mexíkó. Aispuro giftist El Chapo þegar hún var átján ára gömul en árið 2011 eignuðust þau tvíbura, tvær dætur, og fór Aispuro til Kaliforníu til að fæða börnin, svo þær eru með bandarískan ríkisborgararétt. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25 Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23 Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15 Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Það var liður í samkomulagi við alríkissaksóknara en Dómurinn var styttur og henni var því sleppt í dag. Aispuro mun nú verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aispuro hjálpaði eiginmanni sínum einnig að flýja úr fanglesi í Mexíkó árið 2015 með því að smygla til hans úri með GPS. Þannig gátu samverkamenn hans grafið löng göng til hans sem El Chapo notaði til að flýja úr fangelsinu. Göngin voru mjög löng og loftræst. El Chapo notaði mótorhjól á teinum til að keyra í gegnum göngin þegar hann flúði. El Chapo leiddi Sinaloa-samtökin um árabil en hann var handtekinn aftur árið 2016, framseldur til Bandaríkjanna, og dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi árið 2019. Hann afplánar í víggirtu fangelsi í Colorado. Sjá einnig: El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Hann fór þó fram á það við fangelsismálayfirvöld í síðasta mánuði að Aispuro og tvær dætur þeirra mættu heimsækja hann í fangelsi. Kynntust þegar hún var sautján ára Í frétt BBC segir að Aispuro, sem er 34 ára gömul hafi fyrst hitt El Chapo þegar hún var sautján ára og að keppa í fegurðarsamkeppni. Faðir hennar, var háttsettur meðlimur í Sinaloa samtökunum en situr nú í fangelsi í Mexíkó. Aispuro giftist El Chapo þegar hún var átján ára gömul en árið 2011 eignuðust þau tvíbura, tvær dætur, og fór Aispuro til Kaliforníu til að fæða börnin, svo þær eru með bandarískan ríkisborgararétt.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25 Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23 Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15 Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25
Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23
Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15
Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55