Segir þörf á 700 hjúkrunarrýmum til viðbótar á næstu fimmtán árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2023 06:32 Halla Thoroddsen er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu, segir gríðarmikinn vanda blasa við en þörf sé á ríflega 700 hjúkrunarrýmum til viðbótar í Reykjavík á næstu fimmtán árum. Frá þessu greinir Morgunblaðið en þar segir að algeng stærð á hjúkrunarheimili sé um 80 rými. Halla segir þjóðina eldast hratt; ef mannfjöldaspár gangi eftir muni fjölga í aldurshópnum 80 til 89 ára um allt að 85 prósent til ársins 2038. Þetta þýðir að fjöldinn gæti farið úr 10.900 manns í dag í 20.100 manns. „Þetta er sá hópur sem þarf á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda,“ segir Halla. „Hvað ætlum við að gera?“ spyr hún. Halla segir kostnað við 100 rýma hjúkrunarheimili um það bil sex milljarða króna. Ráðstefna um framtíð öldrunarþjónustu fer fram í Hörpu í dag en þar verður meðal annars horft til nágrannalandanna varðandi lausnir. Í Danmörku hefur til að mynda verið lögð áhersla á styrktarþjálfun í heimaþjónustu, til að draga úr þörf á frekari þjónustu. „Ef við ætlum að veita góða þjónustu við aldraða og sinna okkar skyldum þannig að aldraðir fái gott ævikvöld þá þurfum við að hugsa í lausnum. Við getum ekki haldið áfram á óbreyttri braut. Við þurfum að skoða hvernig við getum minnkað eftirspurn eftir þjónustu og minnkað útgjöld,“ segir Halla. Markmiðið eigi að vera að efla heilsu fólks til að auka getu, virkni og þátttöku fólks í samfélaginu. Góð heilsa sé forsenda meiri lífsgæða. Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en þar segir að algeng stærð á hjúkrunarheimili sé um 80 rými. Halla segir þjóðina eldast hratt; ef mannfjöldaspár gangi eftir muni fjölga í aldurshópnum 80 til 89 ára um allt að 85 prósent til ársins 2038. Þetta þýðir að fjöldinn gæti farið úr 10.900 manns í dag í 20.100 manns. „Þetta er sá hópur sem þarf á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda,“ segir Halla. „Hvað ætlum við að gera?“ spyr hún. Halla segir kostnað við 100 rýma hjúkrunarheimili um það bil sex milljarða króna. Ráðstefna um framtíð öldrunarþjónustu fer fram í Hörpu í dag en þar verður meðal annars horft til nágrannalandanna varðandi lausnir. Í Danmörku hefur til að mynda verið lögð áhersla á styrktarþjálfun í heimaþjónustu, til að draga úr þörf á frekari þjónustu. „Ef við ætlum að veita góða þjónustu við aldraða og sinna okkar skyldum þannig að aldraðir fái gott ævikvöld þá þurfum við að hugsa í lausnum. Við getum ekki haldið áfram á óbreyttri braut. Við þurfum að skoða hvernig við getum minnkað eftirspurn eftir þjónustu og minnkað útgjöld,“ segir Halla. Markmiðið eigi að vera að efla heilsu fólks til að auka getu, virkni og þátttöku fólks í samfélaginu. Góð heilsa sé forsenda meiri lífsgæða.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira