Hamilton gagnrýnir Marko harðlega í kjölfar rasískra ummæla Aron Guðmundsson skrifar 15. september 2023 10:31 Helmut Marko ræðir við Sergio Perez, keppinaut Lewis Hamilton innan brautar í Formúlu 1 Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, gagnrýnir Helmut Marko, tæknilegan ráðgjafa Red Bull Racing, fyrir rasísk og taktlaus ummæli sem hann lét falla um annan ökumann liðsins, Sergio Perez. Helmut Marko lét hafa eftir sér að dræmur árangur Sergio Perez, ökumanns liðsins á yfirstandandi tímabili stafaði af þáttum er tengdust þjóðerni hans en Perez kemur frá Mexíkó. Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari ökumanni í Formúlu 1, gagnrýnir Helmut Marko harðlega í aðdraganda komandi keppnishelgar í Singapúr og segir að þarna séu á ferð ummæli sem menn geti ekki bara beðist afsökunar á og svo haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. „Að hafa leiðtoga og fólk í hans stöðu láta á eftir sér svona ummæli lítur ekki vel út fyrir okkur til lengri tíma litið. Þetta varpar bara frekara ljósi á þá miklu vinnu sem enn á eftir að vinna í þessum efnum.“ Það séu margir á bak við tjöldin sem vinni hart að því að vinna niður svona orðræðu. „En það er erfitt ef það er fólk í hátt settum stöðum sem hefur svona hugsunarhátt og skoðanir. Það kemur í veg fyrir að árangur náist.“ Sjálfur hefur Perez greint frá því að afsökunarbeiðni hafi borist frá Helmut Marko. Singapúr Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Helmut Marko lét hafa eftir sér að dræmur árangur Sergio Perez, ökumanns liðsins á yfirstandandi tímabili stafaði af þáttum er tengdust þjóðerni hans en Perez kemur frá Mexíkó. Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari ökumanni í Formúlu 1, gagnrýnir Helmut Marko harðlega í aðdraganda komandi keppnishelgar í Singapúr og segir að þarna séu á ferð ummæli sem menn geti ekki bara beðist afsökunar á og svo haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. „Að hafa leiðtoga og fólk í hans stöðu láta á eftir sér svona ummæli lítur ekki vel út fyrir okkur til lengri tíma litið. Þetta varpar bara frekara ljósi á þá miklu vinnu sem enn á eftir að vinna í þessum efnum.“ Það séu margir á bak við tjöldin sem vinni hart að því að vinna niður svona orðræðu. „En það er erfitt ef það er fólk í hátt settum stöðum sem hefur svona hugsunarhátt og skoðanir. Það kemur í veg fyrir að árangur náist.“ Sjálfur hefur Perez greint frá því að afsökunarbeiðni hafi borist frá Helmut Marko.
Singapúr Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira