Arnar eftir sigur á Stjörnunni: Alltaf ánægður að vinna og halda hreinu Kári Mímisson skrifar 17. september 2023 22:30 Arnar Grétarsson og Sigurður Heiðar Höskuldsson á hliðarlínunni. Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með 2-0 sigur liðsins á Stjörnunni í Bestu deild karla í knattspyrnu nú í kvöld. Liðin leika í efri úrslitakeppni deildarinnar og með sigrinum styrktu Valsarar stöðu sína í 2. sæti. „Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
„Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira