Eigendur PSG nýta fjölskyldutengslin Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2023 10:30 Sjeik Tamim bin Hamad Al Thani, eigandi PSG og emír Katar. Getty Þjóðverjinn Julian Draxler var um helgina seldur frá Paris Saint-Germain í Frakklandi til katarska liðsins Al-Ahli. Hann er þriðji leikmaður franska liðsins sem katarskir eigendur PSG selja til heimalandsins í sumar. Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira
Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira