Ætla sér að finna nýjan stað fyrir Lillaróló Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2023 15:19 Lillaróló við Höfðatún á Hólmavík hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið. Strandabyggð Til stendur að reisa íbúðabyggingu á lóðinni við Höfðatún á Hólmavík þar sem hinn svokallaði Lillaróló hefur staðið um árabil og er ljóst að finna þarf nýjan stað undir leikvöllinn. Tveir staðir hafa helst verið nefndir til sögunnar sem mögulegar framtíðarstaðsetningar fyrir Lillaróló. Málið var til umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar þar sem bréf frá íbúa um málið var tekið fyrir. Fram kemur að ljóst sé að Lillaróló þurfi að víkja fyrir íbúðabyggingu og því þurfi að finna nýjan stað fyrir leikvöll með sama nafni. Segir að tvær staðsetningar hafi helst verið ræddar; við matsal Krambúðarinnar við Höfðatún annars vegar og við ærslabelginn við íþróttamiðstöðina hins vegar. Þorgeir Pálsson er sveitarstjóri Strandabyggðar.Vísir/Sigurjón Fram kemur í fundargerðinni að sveitarstjórn telji rétt að bera málið undir stjórn Hornsteina, sem lóðarhafa Krambúðarinnar – verkefni sem sveitarstjóranum Þorgeiri Pálssyni hefur verið falið. Sveitarstjóranum var sömuleiðis falið að undirbúa mat á umræddum mögulegu framtíðarstaðsetningum, kostum þeirra á göllum. Fram kemur að sveitarstjórn staðfesti að hún muni taka jákvætt í að aðstoða við uppsetningu leiktækja, þegar þar að kemur. Byggður upp og viðhaldið af Lýði þúsundþjalasmið Á vef Strandabyggðar segir að leiksvæðið Lillaróló hafi verið starfrækt við Höfðatún í allmörg ár. „Völlurinn hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið, en hann hefur smíðað leiktæki og séð um viðhald á vellinum í sjálfboðavinnu. Leiksvæðið er öllum opið og talsvert mikið notað, enda er fjöldi barna búsettur „úti í hverfi“. Á Lilla-róló eru alls níu leiktæki, róla, kastali, vegasölt, smákofi, sandkassi, stauraveggur, bátur og rennibraut,“ segir um svæðið. Báturinn á Lillaróló.Strandabyggð Strandabyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Málið var til umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar þar sem bréf frá íbúa um málið var tekið fyrir. Fram kemur að ljóst sé að Lillaróló þurfi að víkja fyrir íbúðabyggingu og því þurfi að finna nýjan stað fyrir leikvöll með sama nafni. Segir að tvær staðsetningar hafi helst verið ræddar; við matsal Krambúðarinnar við Höfðatún annars vegar og við ærslabelginn við íþróttamiðstöðina hins vegar. Þorgeir Pálsson er sveitarstjóri Strandabyggðar.Vísir/Sigurjón Fram kemur í fundargerðinni að sveitarstjórn telji rétt að bera málið undir stjórn Hornsteina, sem lóðarhafa Krambúðarinnar – verkefni sem sveitarstjóranum Þorgeiri Pálssyni hefur verið falið. Sveitarstjóranum var sömuleiðis falið að undirbúa mat á umræddum mögulegu framtíðarstaðsetningum, kostum þeirra á göllum. Fram kemur að sveitarstjórn staðfesti að hún muni taka jákvætt í að aðstoða við uppsetningu leiktækja, þegar þar að kemur. Byggður upp og viðhaldið af Lýði þúsundþjalasmið Á vef Strandabyggðar segir að leiksvæðið Lillaróló hafi verið starfrækt við Höfðatún í allmörg ár. „Völlurinn hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið, en hann hefur smíðað leiktæki og séð um viðhald á vellinum í sjálfboðavinnu. Leiksvæðið er öllum opið og talsvert mikið notað, enda er fjöldi barna búsettur „úti í hverfi“. Á Lilla-róló eru alls níu leiktæki, róla, kastali, vegasölt, smákofi, sandkassi, stauraveggur, bátur og rennibraut,“ segir um svæðið. Báturinn á Lillaróló.Strandabyggð
Strandabyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira