Verndun villtra laxastofna Bjarni Jónsson skrifar 19. september 2023 16:32 Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða. Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. Bæta eftirlit og draga þau stórfyrirtæki sem að baki standa til enn frekari ábyrgðar gagnvart eigin starfsemi, eftirliti og samfélagslegri ábyrgð gagnvart þeim samfélögum sem þau starfa í og þeirri stöðu sem þau kunna að verða sett í vegna aðgerða sem þarf að grípa til gagnvart fyrirtækjunum. Nú er það að gerast sem margir óttuðust, að kynþroska norskur eldislax syndi um þúsundum saman við strendur landsins eftir umhverfisslys og leiti upp í íslenskar ár til hrygningar.Blandist þar við náttúrulega laxastofna með óafturkræfum áhrifum. Við stofna sem aðlagast hafa einstökum ám og náttúru þeirra í þúsundir ára. Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar. Í 3 mgr. 6 gr laga varðandi áhættumat erfðablöndunar segir "Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti." Það er algerlega ljóst að sú fordæmalausa staða sem er nú komin upp kallar á að það mat verði tekið upp og endurskoðað í ljósi gjörbreyttra forsendna. Styrkja þarf regluverk er tekur til ábyrgðar eldisfyrirtækjanna sjálfra, með skýrum og skilvirkum viðurlögum sem fela í sér nægjanlega hvatningu til að fyrirtækin sýni umhverfisáhrifum starfsemi sinnar enn frekari virðingu. Ég vil benda á að matvælaráðherra tilkynnti, við upphaf stefnumótunar síðasta vor, að leyfisveitingar á nýjum svæðum væru á pásu meðan unnið væri að langtímastefnu. Einnig setti Matvælaráðherra af stað endurskoðun á ferlum gagnvart stroki eldislaxa og er nú unnið að innleiðingu þeirra aðgerða. Ég fagna þeirri vegferð matvælaráðherra. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fiskeldi Vinstri græn Sjókvíaeldi Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða. Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. Bæta eftirlit og draga þau stórfyrirtæki sem að baki standa til enn frekari ábyrgðar gagnvart eigin starfsemi, eftirliti og samfélagslegri ábyrgð gagnvart þeim samfélögum sem þau starfa í og þeirri stöðu sem þau kunna að verða sett í vegna aðgerða sem þarf að grípa til gagnvart fyrirtækjunum. Nú er það að gerast sem margir óttuðust, að kynþroska norskur eldislax syndi um þúsundum saman við strendur landsins eftir umhverfisslys og leiti upp í íslenskar ár til hrygningar.Blandist þar við náttúrulega laxastofna með óafturkræfum áhrifum. Við stofna sem aðlagast hafa einstökum ám og náttúru þeirra í þúsundir ára. Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar. Í 3 mgr. 6 gr laga varðandi áhættumat erfðablöndunar segir "Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti." Það er algerlega ljóst að sú fordæmalausa staða sem er nú komin upp kallar á að það mat verði tekið upp og endurskoðað í ljósi gjörbreyttra forsendna. Styrkja þarf regluverk er tekur til ábyrgðar eldisfyrirtækjanna sjálfra, með skýrum og skilvirkum viðurlögum sem fela í sér nægjanlega hvatningu til að fyrirtækin sýni umhverfisáhrifum starfsemi sinnar enn frekari virðingu. Ég vil benda á að matvælaráðherra tilkynnti, við upphaf stefnumótunar síðasta vor, að leyfisveitingar á nýjum svæðum væru á pásu meðan unnið væri að langtímastefnu. Einnig setti Matvælaráðherra af stað endurskoðun á ferlum gagnvart stroki eldislaxa og er nú unnið að innleiðingu þeirra aðgerða. Ég fagna þeirri vegferð matvælaráðherra. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun