„Fæstir vissu hversu veik ég var“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 13:25 Bára sér lífið í allt öðru ljósi eftir mikil veikindi. Hin 36 ára Bára O‘Brien Ragnhildardóttir er alin upp í Hafnarfirði, kláraði Flensborg og náði sér svo í BS gráðu í fjármálaverkfræði. Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var
Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning