Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu Jóhannes Þór Skúlason skrifar 20. september 2023 14:30 Ferðaþjónusta hefur staðið undir einna stærstum hluta gjaldeyris- og verðmætasköpunar þjóðarbúsins um árabil. Þegar litið er til mikilvægis ferðaþjónustu í þjóðhagslegu tilliti er ljóst að útgjöldum ríkissjóðs til málefnasviðs atvinnugreinarinnar er verulega ábótavant. Sú staðreynd kristallast í nýútkomnu frumvarpi til fjárlaga árið 2024 þar sem sjá má breytingar á úthlutun fjár til málefnasviða á milli ára. Útgjöld til málefnasviðs sjávarútvegs og fiskeldis aukast um 6,1% á milli ára, þar sem þau fara úr um 6,9 milljörðum króna í 7,3. Útgjöld til málefnasviðs landbúnaðar lækka um 0,2% á milli ára en standa í krónutölu enn í um 21 milljarði króna. Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustunnar lækka hins vegar um 11,3% á milli ára, úr 2,4 milljörðum niður í um 2,1 milljarð. Hvort sem litið er til krónutölu eða hlutfallslegrar breytingar á milli ára dregur ferðaþjónustan því enn og aftur stutta stráið í samanburði á milli atvinnugreina. Á sama tíma er lögð til 2,7 milljarða aukning á tekjuöflun ríkissjóðs af ferðaþjónustu, umfram 1,5 milljarða endurupptöku gistináttaskatts, sem áformað er að ná fram með sértækri skattlagningu á atvinnugreinina. Í nýútkomnum fjárlögum er aukin sértæk skattlagning því boðuð á ferðaþjónustu sem virðist ekki eiga að skila sér til málefnasviðs ferðaþjónustu til uppbyggingar þekkingar, innviða og verkefna í ferðaþjónustu sem stjórnvöld hafa sjálf kallað eftir. Það er óskynsamleg aðferðafræði til að byggja upp sjálfbæra atvinnugrein til framtíðar. Framtíðarsýn og úrlausn áskorana kostar fé Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, hafa undanfarin ár ítrekað bent á ýmsar áskoranir sem ferðaþjónustan og samfélagið standa frammi fyrir. Þar má nefna betri dreifingu ferðamanna um allt landið og yfir árið, álag á helstu ferðamannastaði, innviði og náttúru, mikilvægi þess að auka framleiðni í greininni, mikilvægi þess að auka þekkingu á áhrifum greinarinnar á samfélagið og að auka þurfi verðmæti af hverjum ferðamanni frekar en að fjölga þeim. Samtök ferðaþjónustunnar taka heilshugar undir að allt þetta eru mikilvæg verkefni. Vandinn liggur í því að á sama tíma og stjórnmálamenn ræða mikilvægi þessa alls, virðist ekki vera vilji til staðar til að leggja fjármuni í þau verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu sem nauðsynleg eru til að innviðir, náttúra og atvinnugreinin muni þróast í þá átt sem þeir vilja. Hér fara því ekki saman hljóð og mynd, orð og gerðir. Stjórnvöld eiga ekki í neinum vanda með að taka á móti þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og samfélagið í heild, sem eru verulega háar fjárhæðir. Þau virðast hins vegar ekki tilbúin til að kosta því til sem þarf til að stuðla markvisst að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma litið, í samræmi við þau markmið og framtíðarsýn sem stjórnvöld hafa sjálf sett fram í Stefnuramma stjórnvalda um ferðaþjónustu til 2030. Ef þróun sértækrar skattlagningar og gjaldtöku af ferðaþjónustu og útgjalda til málefnasviðs atvinnugreinarinnar verður áfram á þann veg sem liggur fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs munu þessi markmið um úrlausn áskorana og framtíðarsýn ekki nást. Svo einfalt er það. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta hefur staðið undir einna stærstum hluta gjaldeyris- og verðmætasköpunar þjóðarbúsins um árabil. Þegar litið er til mikilvægis ferðaþjónustu í þjóðhagslegu tilliti er ljóst að útgjöldum ríkissjóðs til málefnasviðs atvinnugreinarinnar er verulega ábótavant. Sú staðreynd kristallast í nýútkomnu frumvarpi til fjárlaga árið 2024 þar sem sjá má breytingar á úthlutun fjár til málefnasviða á milli ára. Útgjöld til málefnasviðs sjávarútvegs og fiskeldis aukast um 6,1% á milli ára, þar sem þau fara úr um 6,9 milljörðum króna í 7,3. Útgjöld til málefnasviðs landbúnaðar lækka um 0,2% á milli ára en standa í krónutölu enn í um 21 milljarði króna. Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustunnar lækka hins vegar um 11,3% á milli ára, úr 2,4 milljörðum niður í um 2,1 milljarð. Hvort sem litið er til krónutölu eða hlutfallslegrar breytingar á milli ára dregur ferðaþjónustan því enn og aftur stutta stráið í samanburði á milli atvinnugreina. Á sama tíma er lögð til 2,7 milljarða aukning á tekjuöflun ríkissjóðs af ferðaþjónustu, umfram 1,5 milljarða endurupptöku gistináttaskatts, sem áformað er að ná fram með sértækri skattlagningu á atvinnugreinina. Í nýútkomnum fjárlögum er aukin sértæk skattlagning því boðuð á ferðaþjónustu sem virðist ekki eiga að skila sér til málefnasviðs ferðaþjónustu til uppbyggingar þekkingar, innviða og verkefna í ferðaþjónustu sem stjórnvöld hafa sjálf kallað eftir. Það er óskynsamleg aðferðafræði til að byggja upp sjálfbæra atvinnugrein til framtíðar. Framtíðarsýn og úrlausn áskorana kostar fé Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, hafa undanfarin ár ítrekað bent á ýmsar áskoranir sem ferðaþjónustan og samfélagið standa frammi fyrir. Þar má nefna betri dreifingu ferðamanna um allt landið og yfir árið, álag á helstu ferðamannastaði, innviði og náttúru, mikilvægi þess að auka framleiðni í greininni, mikilvægi þess að auka þekkingu á áhrifum greinarinnar á samfélagið og að auka þurfi verðmæti af hverjum ferðamanni frekar en að fjölga þeim. Samtök ferðaþjónustunnar taka heilshugar undir að allt þetta eru mikilvæg verkefni. Vandinn liggur í því að á sama tíma og stjórnmálamenn ræða mikilvægi þessa alls, virðist ekki vera vilji til staðar til að leggja fjármuni í þau verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu sem nauðsynleg eru til að innviðir, náttúra og atvinnugreinin muni þróast í þá átt sem þeir vilja. Hér fara því ekki saman hljóð og mynd, orð og gerðir. Stjórnvöld eiga ekki í neinum vanda með að taka á móti þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og samfélagið í heild, sem eru verulega háar fjárhæðir. Þau virðast hins vegar ekki tilbúin til að kosta því til sem þarf til að stuðla markvisst að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma litið, í samræmi við þau markmið og framtíðarsýn sem stjórnvöld hafa sjálf sett fram í Stefnuramma stjórnvalda um ferðaþjónustu til 2030. Ef þróun sértækrar skattlagningar og gjaldtöku af ferðaþjónustu og útgjalda til málefnasviðs atvinnugreinarinnar verður áfram á þann veg sem liggur fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs munu þessi markmið um úrlausn áskorana og framtíðarsýn ekki nást. Svo einfalt er það. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun