Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga sjíka Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2023 09:08 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á mánudaginn að rannsókn leyniþjónustunnar hafi bent til að útsendarar ríkisstjórnar Indlands hafi átt þátt í drápinu á Hardeep Singh Nijjar í júní síðastliðnum. AP Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að fækka í liði erindreka sinna á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síkha í Kanada í júní síðastliðnum. Áður höfðu indversk stjórnvöld tilkynnt að ákveðið hafi verið að stöðva útgáfu vegabréfsáritana til kanadískra ríkisborgara. Deiluna má rekja til þess að kanadísk yfirvöld sögðust fyrr í vikunni rannsaka „trúverðugar ásakanir“ um að indversk stjórnvöld hafi átt þátt í dauða sjíkaleiðtogans Hardeep Singh Nijjar. Hann var kanadískur ríkisborgari og leiðtogi sjíka í Bresku-Kólumbíu í Kanada. BBC greinir frá því að indversk stjórnvöld hafi hafnað ásökunum Kanadamanna um að hafa borið ábyrgð á drápinu á Singh Nijjar og sagt þær vera „fráleitar“. Indversk stjórnvöld sendu fyrr í vikunni út boð þar sem indverskir ríkisborgarar í Kanada eru hvattir til að fara öllu með gát vegna hatursglæpa og annarra glæpa sem beinast gegn Indverjum og rekja mætti til embættisfærslna kanadískra stjórnmálamanna. Er fullyrt að indverskir diplómatar í Kanada hafi sætt hótunum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á mánudaginn að rannsókn kanadísku leyniþjónustunnar hafi bent til að útsendarar ríkisstjórnar Indlands hafi átt þátt í drápinu á Hardeep Singh Nijjar. Hann var ráðinn af dögum af tveimur grímuklæddum mönnum fyrir utan síkhahof í Bresku-Kólumbíu þann 18. júní síðastliðinn. Indversk stjórnvöld höfðu sett Singh Nijjar á lista yfir hryðjuverkamenn árið 2020. Indversk stjórnvöld hafa oft gripið til aðgerða gegn aðskilnaðarsinnum Síkha sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði. Fjölmennasta hóp sjíka utan Punjab er að finna í Kanada. Kanada Indland Tengdar fréttir Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18. september 2023 23:18 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
Deiluna má rekja til þess að kanadísk yfirvöld sögðust fyrr í vikunni rannsaka „trúverðugar ásakanir“ um að indversk stjórnvöld hafi átt þátt í dauða sjíkaleiðtogans Hardeep Singh Nijjar. Hann var kanadískur ríkisborgari og leiðtogi sjíka í Bresku-Kólumbíu í Kanada. BBC greinir frá því að indversk stjórnvöld hafi hafnað ásökunum Kanadamanna um að hafa borið ábyrgð á drápinu á Singh Nijjar og sagt þær vera „fráleitar“. Indversk stjórnvöld sendu fyrr í vikunni út boð þar sem indverskir ríkisborgarar í Kanada eru hvattir til að fara öllu með gát vegna hatursglæpa og annarra glæpa sem beinast gegn Indverjum og rekja mætti til embættisfærslna kanadískra stjórnmálamanna. Er fullyrt að indverskir diplómatar í Kanada hafi sætt hótunum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á mánudaginn að rannsókn kanadísku leyniþjónustunnar hafi bent til að útsendarar ríkisstjórnar Indlands hafi átt þátt í drápinu á Hardeep Singh Nijjar. Hann var ráðinn af dögum af tveimur grímuklæddum mönnum fyrir utan síkhahof í Bresku-Kólumbíu þann 18. júní síðastliðinn. Indversk stjórnvöld höfðu sett Singh Nijjar á lista yfir hryðjuverkamenn árið 2020. Indversk stjórnvöld hafa oft gripið til aðgerða gegn aðskilnaðarsinnum Síkha sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði. Fjölmennasta hóp sjíka utan Punjab er að finna í Kanada.
Kanada Indland Tengdar fréttir Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18. september 2023 23:18 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18. september 2023 23:18