Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2023 11:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag beindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurningum sínum að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Ræddi hann um úrskurð Úrskurðarnefndar samkeppnismála sem segir verktakasamning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið ekki samræmast hlutverki eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hafði lagt dagsektir á sjávarútvegsfyrirtækið Brim eftir að fyrirtækið neitaði að afhenda eftirlitinu upplýsingar sem það hafði óskað eftir í samræmi við samning sinn við ráðuneytið. Sakaði Sigmundur matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur haldið því fram að hann hafi átti frumkvæði að þessari athugun, þessari ólögmætu ráðstöfun. Hins vegar kemur skýrt fram í gögnum málsins, eins og birtist fyrst í morgunblaðinu, að frumkvæðið hafi komið frá ráðherranum. Frá Matvælaráðuneytinu. Því spyr ég einfaldlega hæstvirtan matvælaráðherra, hvað er satt í þessu?“ spurði Sigmundur. Svandís segir samninginn hafa komið til vegna fjárskorts stofnunarinnar og benti á að ráðuneyit hafi leyfi til að gera samninga á grundvelli laga um opinber fjármál. Hún hafi viljað flýta fyrir úttekt sem þegar hafði verið skipulögð. „Af því að hæstvirtur þingmaður talar um lærdóm þá liggur fyrir að það er mikilvægt að það verði ráðist í úttekt sem þessa og það er skýrt að Samkeppniseftirlitið ætlar að gera það eftir sem áður. Krafa um aukið gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að auka gagnsæi og þar með að skapa aukin og bætt skilyrði fyrir traust milli sjávarútvegs og samfélagsins,“ segir Svandís. Samkeppnismál Sjávarútvegur Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brim Stjórnsýsla Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag beindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurningum sínum að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Ræddi hann um úrskurð Úrskurðarnefndar samkeppnismála sem segir verktakasamning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið ekki samræmast hlutverki eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hafði lagt dagsektir á sjávarútvegsfyrirtækið Brim eftir að fyrirtækið neitaði að afhenda eftirlitinu upplýsingar sem það hafði óskað eftir í samræmi við samning sinn við ráðuneytið. Sakaði Sigmundur matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur haldið því fram að hann hafi átti frumkvæði að þessari athugun, þessari ólögmætu ráðstöfun. Hins vegar kemur skýrt fram í gögnum málsins, eins og birtist fyrst í morgunblaðinu, að frumkvæðið hafi komið frá ráðherranum. Frá Matvælaráðuneytinu. Því spyr ég einfaldlega hæstvirtan matvælaráðherra, hvað er satt í þessu?“ spurði Sigmundur. Svandís segir samninginn hafa komið til vegna fjárskorts stofnunarinnar og benti á að ráðuneyit hafi leyfi til að gera samninga á grundvelli laga um opinber fjármál. Hún hafi viljað flýta fyrir úttekt sem þegar hafði verið skipulögð. „Af því að hæstvirtur þingmaður talar um lærdóm þá liggur fyrir að það er mikilvægt að það verði ráðist í úttekt sem þessa og það er skýrt að Samkeppniseftirlitið ætlar að gera það eftir sem áður. Krafa um aukið gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að auka gagnsæi og þar með að skapa aukin og bætt skilyrði fyrir traust milli sjávarútvegs og samfélagsins,“ segir Svandís.
Samkeppnismál Sjávarútvegur Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brim Stjórnsýsla Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira