Af myndunum að dæma virðist lífið leika við parið þar sem ferðalög erlendis og stórtónleikar Coldplay koma við sögu.
„Hamingjusöm og hlakka til lífsins með þér,“ skrifar Inga Tinna við myndafærsluna og setur lagið A Sky Full Of Stars með hljómsveitinni Coldplay undir.


Inga Tinna og Logi eiga það sameiginlegt að hafa bæði ratað inn á lista Vísis í vor yfir glæsilegt fólk á lausu.
Parið byrjaði opinberlega saman í sumar eftir að hafa verið að stinga saman nefjum í nokkurn tíma. Má því velta vöngum yfir því hvort umræddir paralistar hafi verið kveikjan að sambandi þeirra.