Argentínumenn enn bestir, Ísland missir stig eftir tapið gegn Lúxemborg Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2023 19:29 Lionel Messi og félagar í Argentínu þykja enn sterkasta landslið heims. Nýr styrkleikalisti FIFA kom út í dag. Argentína trónir enn á toppnum með Frakkland og Brasilíu stutt á eftir. Ísland missir eitt stig en heldur sæti sínu sem 67. sterkasta landslið heims, tapið gegn Lúxemborg vegur greinilega þyngra en heimasigur gegn Bosníu. Í kjölfar þeirra 159 landsleikja sem fram fóru á dögunum kom nýr styrkleikalisti FIFA út í dag. Argentínumenn styrktu stöðu sína í efsta sæti listans eftir sigra gegn Ekvador og Bólivíu. Frakkarnir í öðru sæti missa nokkur stig eftir tap gegn Þýskalandi. Argentína hefur verið efst á styrkleikalistanum síðan í apríl á þessu ári. Listinn er þó umdeildur og þykir af mörgum ekki gefa rétta mynd af raunverulegum styrk landsliða. Það vakti einmitt mikla athygli að Argentína sat ekki í toppsætinu eftir að hafa orðið heimsmeistarar í desember 2022. Eina breytingin á efstu 10 sætunum var sú að Portúgal klifraði upp í 8. sætið fyrir Ítalíu sem féllu niður í 9. sætið. Albanía hlaut flestu stigin í þessari umferð landsleikja og fór upp um þrjú sæti eftir óvæntan 2-0 sigur gegn Póllandi. N-Írland misstu flest stig en liðið tapaði tveimur útileikjum gegn Slóveníu og Kazakhstan. Fall Íslands á styrkleikalistanum síðustu ár kemur fáum á óvart. Hæst náði Ísland 18. sætinu rétt fyrir HM 2018, liðið er nú í 67. sæti listans. Hér má sjá listann í heild sinni. Kvennalandslið Íslands stendur körlunum þó framar en þær sitja sem stendur í 14. sæti. Þær hefja leik í Þjóðadeildinni á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Wales á Laugardalsvelli. Ísland mætir svo Þýskalandi ytra á þriðjudag. Nýr styrkleikalisti verður gefinn út í kjölfar þeirra leikja. Landslið karla í fótbolta Argentína Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28 Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Í kjölfar þeirra 159 landsleikja sem fram fóru á dögunum kom nýr styrkleikalisti FIFA út í dag. Argentínumenn styrktu stöðu sína í efsta sæti listans eftir sigra gegn Ekvador og Bólivíu. Frakkarnir í öðru sæti missa nokkur stig eftir tap gegn Þýskalandi. Argentína hefur verið efst á styrkleikalistanum síðan í apríl á þessu ári. Listinn er þó umdeildur og þykir af mörgum ekki gefa rétta mynd af raunverulegum styrk landsliða. Það vakti einmitt mikla athygli að Argentína sat ekki í toppsætinu eftir að hafa orðið heimsmeistarar í desember 2022. Eina breytingin á efstu 10 sætunum var sú að Portúgal klifraði upp í 8. sætið fyrir Ítalíu sem féllu niður í 9. sætið. Albanía hlaut flestu stigin í þessari umferð landsleikja og fór upp um þrjú sæti eftir óvæntan 2-0 sigur gegn Póllandi. N-Írland misstu flest stig en liðið tapaði tveimur útileikjum gegn Slóveníu og Kazakhstan. Fall Íslands á styrkleikalistanum síðustu ár kemur fáum á óvart. Hæst náði Ísland 18. sætinu rétt fyrir HM 2018, liðið er nú í 67. sæti listans. Hér má sjá listann í heild sinni. Kvennalandslið Íslands stendur körlunum þó framar en þær sitja sem stendur í 14. sæti. Þær hefja leik í Þjóðadeildinni á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Wales á Laugardalsvelli. Ísland mætir svo Þýskalandi ytra á þriðjudag. Nýr styrkleikalisti verður gefinn út í kjölfar þeirra leikja.
Landslið karla í fótbolta Argentína Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28 Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ sem fór fram í morgun. 21. september 2023 10:28
Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. 20. september 2023 10:00