Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2023 06:17 Útsýnispallur á nýjum varnargarði ofan byggðarinnar á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af varnargörðunum. Suðurverk hóf gerð þeirra fyrir þremur árum með verksamning upp á 1,3 milljarða króna sem lægstbjóðandi. Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Þórdís Sig Sigurðardóttir.Egill Aðalsteinsson „Þetta er á lokametrunum, þessi áfangi ofanflóðavarna á Patreksfirði. En það eru margir áfangar eftir enda er eiginlega ofanflóðahætta hérna yfir öllum bænum og líka á Bíldudal,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þrjúhundruðþúsund rúmmetrar jarðvegs fóru í garðana sem umbreyta rótgrónni fjallshlíð. Bæjarstjórinn telur að íbúar muni sættast við ferlíkin. Ystu garðarnir á Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara ótrúlega fínir garðar sem veita okkur ákveðið öryggi við þessari vá sem við byggjum hér á. Þannig að við erum bara sátt við þetta og viljum náttúrlega að það sé haldið áfram með fleiri varnir í sveitarfélaginu,“ segir bæjarstjórinn. Útsýnispallar vekja athygli okkar en heimamenn hafa á orði að sá sem hæst stendur bjóði upp á einhverja bestu sýnina yfir byggðina. En það er einnig verið að leggja göngustíga og huggulega áningarstaði fyrir ferðafólk að snæða nestið sitt. Göngustígar eru ofan á görðunum en einnig fyrir aftan og neðan.Egill Aðalsteinsson „Já, það eru náttúrlega allskyns mótvægisaðgerðir. Það eru útsýnispallar og skemmtilegir svona pikknikk-staðir. Og góðir göngustígar, bæði upp á varnargarðana og líka fyrir aftan og í kringum. Þannig að við erum að fá þarna bara stórt íþróttamannvirki með görðunum.“ Og reynt var að tvinna gamlan skógræktarreit inn í mannvirkin, sem bæjarstjórinn segir að hafi verið reynt að skerða sem minnst. Steinhlaðinn útsýnispallur býður ferðamönnum að setjast niður og snæða nestið.Egill Aðalsteinsson „Það er verið að gera skógræktinni hátt undir höfði og halda henni til staðar, sem skiptir náttúrlega líka máli varðandi bara fegurð svæðisins.“ En verða garðarnir kannski aðdráttarafl fyrir ferðamenn? „Það er það. Og það er bara víða á Íslandi sem ferðamenn eru mikið að labba upp á snjóflóðavarnagarðana. Þetta eru rosalega flott mannvirki,“ segir Þórdís. Og bæjaryfirvöld buðu meira að segja forseta Íslands að njóta útsýnis af pallinum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á útsýnispallinum ásamt bæjarstjóra Vesturbyggðar.Forsetaembættið „Hvet alla sem koma í heimsókn að kíkja upp á pall. Við fórum um daginn með forsetanum og honum leist bara mjög vel á,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Almannavarnir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 27. mars 2023 12:31 Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26. janúar 2023 15:56 Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af varnargörðunum. Suðurverk hóf gerð þeirra fyrir þremur árum með verksamning upp á 1,3 milljarða króna sem lægstbjóðandi. Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Þórdís Sig Sigurðardóttir.Egill Aðalsteinsson „Þetta er á lokametrunum, þessi áfangi ofanflóðavarna á Patreksfirði. En það eru margir áfangar eftir enda er eiginlega ofanflóðahætta hérna yfir öllum bænum og líka á Bíldudal,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þrjúhundruðþúsund rúmmetrar jarðvegs fóru í garðana sem umbreyta rótgrónni fjallshlíð. Bæjarstjórinn telur að íbúar muni sættast við ferlíkin. Ystu garðarnir á Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara ótrúlega fínir garðar sem veita okkur ákveðið öryggi við þessari vá sem við byggjum hér á. Þannig að við erum bara sátt við þetta og viljum náttúrlega að það sé haldið áfram með fleiri varnir í sveitarfélaginu,“ segir bæjarstjórinn. Útsýnispallar vekja athygli okkar en heimamenn hafa á orði að sá sem hæst stendur bjóði upp á einhverja bestu sýnina yfir byggðina. En það er einnig verið að leggja göngustíga og huggulega áningarstaði fyrir ferðafólk að snæða nestið sitt. Göngustígar eru ofan á görðunum en einnig fyrir aftan og neðan.Egill Aðalsteinsson „Já, það eru náttúrlega allskyns mótvægisaðgerðir. Það eru útsýnispallar og skemmtilegir svona pikknikk-staðir. Og góðir göngustígar, bæði upp á varnargarðana og líka fyrir aftan og í kringum. Þannig að við erum að fá þarna bara stórt íþróttamannvirki með görðunum.“ Og reynt var að tvinna gamlan skógræktarreit inn í mannvirkin, sem bæjarstjórinn segir að hafi verið reynt að skerða sem minnst. Steinhlaðinn útsýnispallur býður ferðamönnum að setjast niður og snæða nestið.Egill Aðalsteinsson „Það er verið að gera skógræktinni hátt undir höfði og halda henni til staðar, sem skiptir náttúrlega líka máli varðandi bara fegurð svæðisins.“ En verða garðarnir kannski aðdráttarafl fyrir ferðamenn? „Það er það. Og það er bara víða á Íslandi sem ferðamenn eru mikið að labba upp á snjóflóðavarnagarðana. Þetta eru rosalega flott mannvirki,“ segir Þórdís. Og bæjaryfirvöld buðu meira að segja forseta Íslands að njóta útsýnis af pallinum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á útsýnispallinum ásamt bæjarstjóra Vesturbyggðar.Forsetaembættið „Hvet alla sem koma í heimsókn að kíkja upp á pall. Við fórum um daginn með forsetanum og honum leist bara mjög vel á,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Almannavarnir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 27. mars 2023 12:31 Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26. janúar 2023 15:56 Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 27. mars 2023 12:31
Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26. janúar 2023 15:56
Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00