Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2023 06:17 Útsýnispallur á nýjum varnargarði ofan byggðarinnar á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af varnargörðunum. Suðurverk hóf gerð þeirra fyrir þremur árum með verksamning upp á 1,3 milljarða króna sem lægstbjóðandi. Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Þórdís Sig Sigurðardóttir.Egill Aðalsteinsson „Þetta er á lokametrunum, þessi áfangi ofanflóðavarna á Patreksfirði. En það eru margir áfangar eftir enda er eiginlega ofanflóðahætta hérna yfir öllum bænum og líka á Bíldudal,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þrjúhundruðþúsund rúmmetrar jarðvegs fóru í garðana sem umbreyta rótgrónni fjallshlíð. Bæjarstjórinn telur að íbúar muni sættast við ferlíkin. Ystu garðarnir á Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara ótrúlega fínir garðar sem veita okkur ákveðið öryggi við þessari vá sem við byggjum hér á. Þannig að við erum bara sátt við þetta og viljum náttúrlega að það sé haldið áfram með fleiri varnir í sveitarfélaginu,“ segir bæjarstjórinn. Útsýnispallar vekja athygli okkar en heimamenn hafa á orði að sá sem hæst stendur bjóði upp á einhverja bestu sýnina yfir byggðina. En það er einnig verið að leggja göngustíga og huggulega áningarstaði fyrir ferðafólk að snæða nestið sitt. Göngustígar eru ofan á görðunum en einnig fyrir aftan og neðan.Egill Aðalsteinsson „Já, það eru náttúrlega allskyns mótvægisaðgerðir. Það eru útsýnispallar og skemmtilegir svona pikknikk-staðir. Og góðir göngustígar, bæði upp á varnargarðana og líka fyrir aftan og í kringum. Þannig að við erum að fá þarna bara stórt íþróttamannvirki með görðunum.“ Og reynt var að tvinna gamlan skógræktarreit inn í mannvirkin, sem bæjarstjórinn segir að hafi verið reynt að skerða sem minnst. Steinhlaðinn útsýnispallur býður ferðamönnum að setjast niður og snæða nestið.Egill Aðalsteinsson „Það er verið að gera skógræktinni hátt undir höfði og halda henni til staðar, sem skiptir náttúrlega líka máli varðandi bara fegurð svæðisins.“ En verða garðarnir kannski aðdráttarafl fyrir ferðamenn? „Það er það. Og það er bara víða á Íslandi sem ferðamenn eru mikið að labba upp á snjóflóðavarnagarðana. Þetta eru rosalega flott mannvirki,“ segir Þórdís. Og bæjaryfirvöld buðu meira að segja forseta Íslands að njóta útsýnis af pallinum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á útsýnispallinum ásamt bæjarstjóra Vesturbyggðar.Forsetaembættið „Hvet alla sem koma í heimsókn að kíkja upp á pall. Við fórum um daginn með forsetanum og honum leist bara mjög vel á,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Almannavarnir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 27. mars 2023 12:31 Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26. janúar 2023 15:56 Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af varnargörðunum. Suðurverk hóf gerð þeirra fyrir þremur árum með verksamning upp á 1,3 milljarða króna sem lægstbjóðandi. Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Þórdís Sig Sigurðardóttir.Egill Aðalsteinsson „Þetta er á lokametrunum, þessi áfangi ofanflóðavarna á Patreksfirði. En það eru margir áfangar eftir enda er eiginlega ofanflóðahætta hérna yfir öllum bænum og líka á Bíldudal,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þrjúhundruðþúsund rúmmetrar jarðvegs fóru í garðana sem umbreyta rótgrónni fjallshlíð. Bæjarstjórinn telur að íbúar muni sættast við ferlíkin. Ystu garðarnir á Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara ótrúlega fínir garðar sem veita okkur ákveðið öryggi við þessari vá sem við byggjum hér á. Þannig að við erum bara sátt við þetta og viljum náttúrlega að það sé haldið áfram með fleiri varnir í sveitarfélaginu,“ segir bæjarstjórinn. Útsýnispallar vekja athygli okkar en heimamenn hafa á orði að sá sem hæst stendur bjóði upp á einhverja bestu sýnina yfir byggðina. En það er einnig verið að leggja göngustíga og huggulega áningarstaði fyrir ferðafólk að snæða nestið sitt. Göngustígar eru ofan á görðunum en einnig fyrir aftan og neðan.Egill Aðalsteinsson „Já, það eru náttúrlega allskyns mótvægisaðgerðir. Það eru útsýnispallar og skemmtilegir svona pikknikk-staðir. Og góðir göngustígar, bæði upp á varnargarðana og líka fyrir aftan og í kringum. Þannig að við erum að fá þarna bara stórt íþróttamannvirki með görðunum.“ Og reynt var að tvinna gamlan skógræktarreit inn í mannvirkin, sem bæjarstjórinn segir að hafi verið reynt að skerða sem minnst. Steinhlaðinn útsýnispallur býður ferðamönnum að setjast niður og snæða nestið.Egill Aðalsteinsson „Það er verið að gera skógræktinni hátt undir höfði og halda henni til staðar, sem skiptir náttúrlega líka máli varðandi bara fegurð svæðisins.“ En verða garðarnir kannski aðdráttarafl fyrir ferðamenn? „Það er það. Og það er bara víða á Íslandi sem ferðamenn eru mikið að labba upp á snjóflóðavarnagarðana. Þetta eru rosalega flott mannvirki,“ segir Þórdís. Og bæjaryfirvöld buðu meira að segja forseta Íslands að njóta útsýnis af pallinum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á útsýnispallinum ásamt bæjarstjóra Vesturbyggðar.Forsetaembættið „Hvet alla sem koma í heimsókn að kíkja upp á pall. Við fórum um daginn með forsetanum og honum leist bara mjög vel á,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Almannavarnir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 27. mars 2023 12:31 Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26. janúar 2023 15:56 Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 27. mars 2023 12:31
Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26. janúar 2023 15:56
Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00