Fyrstu umferð Evrópu- og Sambandsdeildarinnar var að ljúka. Brighton tapaði 3-2 gegn AEK, West Ham vann öruggan sigur en KÍ Klaksvík þurfti að sætta sig við tap.
Í Sambandsdeildinni tapað KÍ Klaksvík fyrsta leik sínum gegn Slovan Bratislava, Club Brugge og Besiktas gerðu 1-1 jafntefli, Blikar töpuðu fyrir Maccabi og Dinamo Zagreb unnu 5-1 stórstigur gegn Astana.
Brighton spilaði á heimavelli gegn AEK í Evrópudeldinni. Heimamenn voru 2-1 undir í hálfleik, Joao Pedro jafnaði svo leikinn með marki úr vítaspyrnu áður en Ezequiel Ponce skoraði þriðja mark gestanna og gerði útaf við leikinn.
West Ham setti í annan gír í seinni hálfleik og vann 3-1 sigur á heimavelli gegn TSC. Mohamed Kudus skoraði sitt fyrsta mark fyrir West Ham í leiknum. Olympiacos töpuðu svo á heimavelli gegn Freiburg, Rangers unnu svo Real Betis 1-0 á meðan Ajax og Marseille gerðu 3-3 jafntefli sín á milli.
Stöðuna í riðlunum eftir leiki dagsins í Evrópu- og Sambandsdeildinni má sjá hér.