Gylfi umkringdur aðdáendum: „Vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2023 21:31 Gylfi Þór Sigurðsson hafði í nægu að snúast eftir leikinn í kvöld. Twitter Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson snéri aftur á knattspyrnuvöllinn er hann kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gylfi hafði ekki leikið opinberan knattspyrnuleik í 852 daga, eða síðan hann var handtekinn árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var leikmaður Everton þegar málið kom upp. Fyrr á þessu ári var mál hans þó látið niður falla og Gylfa var því frjálst að semja við nýtt lið. Gylfi á að baki langan og farsælan knattspyrnuferil þar sem hann hefur leikið fyrir lið á borð við Swansea, Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Það kom því líklega fáum á óvart að stuðningsmenn Lyngby væru spenntir þegar Gylfi var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins í lok síðasta mánaðar. Lyngby er sannkallað Íslendingalið og er Gylfi einn af fimm Íslendingum hjá liðinu. Freyr Alexandersson þjálfar liðið og þeir Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen leika fyrir liðið, ásamt Gylfa. Þrátt fyrir að hinir Íslendingarnir hafi verið lengur hjá félaginu en Gylfi virðist enginn þeirra þó vera jafn vinsæll hjá félaginu og þessi fyrrum leikmaður Everton. Gylfi var í það minnsta umkringdur aðdáendum eftir leik kvöldsins og greinilega upptekinn við að gefa eiginhandaráritanir þrátt fyrir að það hafi vissulega verið Andri Lucas sem skoraði mark Lyngby, en ekki Gylfi. I dag er hverken Alexandersson eller Gudjohnsen den mest populære islænding i Lyngby🇮🇸 #lbkvb #sldk pic.twitter.com/C8n0X5BYlJ— Gisle Thorsen (@GisleThorsen) September 22, 2023 „Í dag er hvorki Alexandersson né Guðjohnsen vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby,“ ritaði einn stuðningsmaður Lyngby á samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter. Með færslunni birti hann mynd af Gylfa með pennan á lofti og múg og margmenni fyrir framan sig sem allir biðu eftir því að fá að hitta leikmanninn. Danski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Gylfi hafði ekki leikið opinberan knattspyrnuleik í 852 daga, eða síðan hann var handtekinn árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var leikmaður Everton þegar málið kom upp. Fyrr á þessu ári var mál hans þó látið niður falla og Gylfa var því frjálst að semja við nýtt lið. Gylfi á að baki langan og farsælan knattspyrnuferil þar sem hann hefur leikið fyrir lið á borð við Swansea, Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Það kom því líklega fáum á óvart að stuðningsmenn Lyngby væru spenntir þegar Gylfi var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins í lok síðasta mánaðar. Lyngby er sannkallað Íslendingalið og er Gylfi einn af fimm Íslendingum hjá liðinu. Freyr Alexandersson þjálfar liðið og þeir Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen leika fyrir liðið, ásamt Gylfa. Þrátt fyrir að hinir Íslendingarnir hafi verið lengur hjá félaginu en Gylfi virðist enginn þeirra þó vera jafn vinsæll hjá félaginu og þessi fyrrum leikmaður Everton. Gylfi var í það minnsta umkringdur aðdáendum eftir leik kvöldsins og greinilega upptekinn við að gefa eiginhandaráritanir þrátt fyrir að það hafi vissulega verið Andri Lucas sem skoraði mark Lyngby, en ekki Gylfi. I dag er hverken Alexandersson eller Gudjohnsen den mest populære islænding i Lyngby🇮🇸 #lbkvb #sldk pic.twitter.com/C8n0X5BYlJ— Gisle Thorsen (@GisleThorsen) September 22, 2023 „Í dag er hvorki Alexandersson né Guðjohnsen vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby,“ ritaði einn stuðningsmaður Lyngby á samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter. Með færslunni birti hann mynd af Gylfa með pennan á lofti og múg og margmenni fyrir framan sig sem allir biðu eftir því að fá að hitta leikmanninn.
Danski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti