Tryggvi Snær skipti um lið á Spáni fyrir tímabilið og er nú orðinn leikmaður Surne Bilbao en hann lék áður með Zaragoza.
Í dag mætti Bilbao liði Morabanc Andorra en um er að ræða fyrstu umferðina í spænsku deildinni á tímabilinu.
Tryggvi Snær lék í tæpar tuttugu mínútur í öruggum sigri Bilbabo. Lokatölur urðu 95-73 en leikið var fyrir framan tæplega 8000 áhorfendur á heimavelli Bilbao.
Tryggvi Snær skoraði 6 stig í leiknum í dag, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar.