Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 18:27 Úlfur Arnar sést hér hægra megin. mynd/Fjölnir Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar. “Gríðarlegt svekkelsi að vera dottnir út, við ætluðum okkur upp úr þessari deild og vorum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að ná þeim markmiðum en því miður náum við þeim ekki“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis strax að leik loknum. Fjölnir byrjaði leikinn á afturfótunum og gekk illa að spila boltanum á milli sínum í fyrri hálfleiknum. Þeir lentu svo marki undir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þeim tókst þó að snúa gengi sínu við í seinni hálfleiknum. „Við vorum bara lélegir í fyrri hálfleik. Náðum ekki upp okkur spili og fáum á okkur klaufalegt mark. En mér fannst eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Fjölnir jafnaði leikinn og Vestri missti mann af velli, gæfan var farin að snúast Fjölnismönnum í hag en þá lét Bjarni Þór Hafstein, leikmaður Fjölnis, reka sig útaf og jafnaði leikvöllinn á ný. „Því miður þá bara missir hann hausinn, "moment of madness", hann er manna svekktastur sjálfur að hafa gert það og þetta er náttúrulega mjög klaufalegt. Missum þetta þannig niður í 10 á móti 10 og maður hugsar með sér, hefðum við verið manni fleiri í hálftíma, þá held ég nú að við myndum sigla þessu heim.“ Úlfur segist svekktur út í Bjarna eftir þetta en hefur enn sömu mætur á honum þrátt fyrir það. „Auðvitað er ég svekktur út í hann, en ég skil hann, ég var einu sinni ungur og ég hef gert fullt af mistökum. En maður þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka en Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er mjög stoltur af honum. Ég elska hann alveg jafn mikið og ég elskaði hann í gær.“ Í stöðunni 10 á móti 10 tókst Fjölnismönnum illa að brjóta sig í gegnum þéttan varnarmúr Vestra. „Sköpum kannski ekkert beint en við erum alveg að fá skalla inni í teig og Hákon á skot, Júlli á skot sem fer framhjá, Axel á skot í hliðarnetið. Mér fannst við vera inn í þessu alveg þangað til síðustu svona 3-4 mínúturnar, þá fer svolítið að fjara undan þessu. En hefðum við náð að jafna þetta hefðum við alltaf klárað þetta í framlengingu.“ Úlfur segir að lokum bjarta tíma vera framundan hjá Fjölni. Liðið búi yfir góðum mannauði og hann er spenntur fyrir því að fínpússa hlutina og gera aðra atlögu á næsta tímabili. „Það sem maður getur verið bjartsýnn yfir er að mér finnst ungu strákarnir okkar búnir að vaxa gríðarlega. Við erum spenntir að sjá ungu strákana næsta vetur og leikmennirnir sem við höfum sótt eru á besta aldri. Við mætum bara tvíefldir til leiks, ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og þessi vetur fer bara áfram í að fínpússa. Það er enginn vafi að eftir eitt ár verður þetta viðtal mun skemmtilegra“ sagði hann að lokum. Lengjudeild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
“Gríðarlegt svekkelsi að vera dottnir út, við ætluðum okkur upp úr þessari deild og vorum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að ná þeim markmiðum en því miður náum við þeim ekki“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis strax að leik loknum. Fjölnir byrjaði leikinn á afturfótunum og gekk illa að spila boltanum á milli sínum í fyrri hálfleiknum. Þeir lentu svo marki undir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þeim tókst þó að snúa gengi sínu við í seinni hálfleiknum. „Við vorum bara lélegir í fyrri hálfleik. Náðum ekki upp okkur spili og fáum á okkur klaufalegt mark. En mér fannst eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Fjölnir jafnaði leikinn og Vestri missti mann af velli, gæfan var farin að snúast Fjölnismönnum í hag en þá lét Bjarni Þór Hafstein, leikmaður Fjölnis, reka sig útaf og jafnaði leikvöllinn á ný. „Því miður þá bara missir hann hausinn, "moment of madness", hann er manna svekktastur sjálfur að hafa gert það og þetta er náttúrulega mjög klaufalegt. Missum þetta þannig niður í 10 á móti 10 og maður hugsar með sér, hefðum við verið manni fleiri í hálftíma, þá held ég nú að við myndum sigla þessu heim.“ Úlfur segist svekktur út í Bjarna eftir þetta en hefur enn sömu mætur á honum þrátt fyrir það. „Auðvitað er ég svekktur út í hann, en ég skil hann, ég var einu sinni ungur og ég hef gert fullt af mistökum. En maður þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka en Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er mjög stoltur af honum. Ég elska hann alveg jafn mikið og ég elskaði hann í gær.“ Í stöðunni 10 á móti 10 tókst Fjölnismönnum illa að brjóta sig í gegnum þéttan varnarmúr Vestra. „Sköpum kannski ekkert beint en við erum alveg að fá skalla inni í teig og Hákon á skot, Júlli á skot sem fer framhjá, Axel á skot í hliðarnetið. Mér fannst við vera inn í þessu alveg þangað til síðustu svona 3-4 mínúturnar, þá fer svolítið að fjara undan þessu. En hefðum við náð að jafna þetta hefðum við alltaf klárað þetta í framlengingu.“ Úlfur segir að lokum bjarta tíma vera framundan hjá Fjölni. Liðið búi yfir góðum mannauði og hann er spenntur fyrir því að fínpússa hlutina og gera aðra atlögu á næsta tímabili. „Það sem maður getur verið bjartsýnn yfir er að mér finnst ungu strákarnir okkar búnir að vaxa gríðarlega. Við erum spenntir að sjá ungu strákana næsta vetur og leikmennirnir sem við höfum sótt eru á besta aldri. Við mætum bara tvíefldir til leiks, ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og þessi vetur fer bara áfram í að fínpússa. Það er enginn vafi að eftir eitt ár verður þetta viðtal mun skemmtilegra“ sagði hann að lokum.
Lengjudeild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12
Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50