Evrópa hélt titlinum eftir dramatík í Andalúsíu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 22:31 Lið Evrópu fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Lið Evrópu heldur Solheim bikarnum í tvö ár til viðbótar eftir að hafa haldið jöfnu gegn úrvalsliði Bandaríkjanna í dag. Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu. Golf Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Það var mikil spenna fyrir lokadaginn í Solheim bikarnum í dag enda bæði lið með 8 stig eftir fyrstu tvo dagana. Hin írska Leona Maguire náði fyrsta stigi dagsins með öruggum sigri á Rose Zhang 4&3 og varafyrirliðinn Anna Nordqvist frá Svíþjóð vann einnig sinn leik og kom Evrópu tveimur stigum yfir samanlagt. Bandaríkin unnu hins vegar næstu leiki og voru komnir 13-11 yfir með fjóra leiki í gangi á vellinum. Reglur Solheim-bikarsins eru þær sömu og í Ryder bikarnum, það lið sem er ríkjandi meistari dugir jafntefli til að halda bikarnum innan sinna raða. A massive, massive moment.Caroline Hedwall goes 1UP heading to the 18th #TeamEurope | #SolheimCup pic.twitter.com/tLfEc5hPqv— Ladies European Tour (@LETgolf) September 24, 2023 Dramatíkin var mikil í leik hinnar sænsku Caroline Hedwall og Ally Ewing. Hin bandaríska Ewing var þremur stigum yfir þegar sex holur voru eftir en Hedwall vann fimm af síðustu sex og tryggði sér sigur í viðureigninni. Maja Stark frá Svíþjóð vann sína viðureign gegn Allisen Corpuz og jafnaði metin og en Lexi Thompson vann viðureign sína gegn Emily Pedersen og kom Bandaríkjunum í 14-13 forystu. Því voru öll augu á leik Carlota Ciganda og Nelly Corda. Þar spilaði hin spænska Ciganda frábærlega undir lokin. Hún átti frábær högg bæði á 16. og 17. holu og tryggði sér sigurinn með fugli á þeirri síðarnefndu. Það dugði Evrópu til að halda titlinum og mikill fögnuður braust út í Andalúsíu á Spáni þar sem mótið fór fram. THE HOMETOWN HERO!!! Carlota Ciganda keeps the Solheim Cup in Europe!#SolheimCup2023 pic.twitter.com/mus7x6q77H— LPGA (@LPGA) September 24, 2023 „Ég er ekki með margar tilfinningar núna. Ég er svo ánægð að gera þetta fyrir Suzann (Petterson, fyrirliða Evrópuliðsins) og Spán. Ég er svo stolt og svo ánægð. Allir hér eru ein fjölskylda, spænsku áhorfendurnir eru stórkostlegir,“ sagði Ciganda sem vann allar viðureignir sínar á heimavelli í mótinu.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira