„Heimskuleg mistök“ Söru rændu hana sæti á einu eftirsóttasta móti ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2023 09:31 Sara Sigmundsdóttir reyndi að horfa á björtu hliðarnar en vonbrigðin voru skiljanlega mjög mikil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum í lok októbermánaðar. Sara var hins vegar á góðri leið með að tryggja sér sæti á mótinu þegar hún fékk óvæntan tölvupóst að utan. Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira