Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2023 09:52 Nýtt fangelsi verður byggt á Litla-Hrauni sem á að koma í staðinn fyrir núverandi fangelsi. Vísir/Vilhelm Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana. Fangelsismál Árborg Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á blaðamannafundinum var greint frá því að að ítarleg skoðun og greining á aðstöðunni á Litla-Hrauni væri nú að baki. Niðurstaðan væri sú að nauðsynlegt væri að ráðast í byggingu nýs fangelsis sem eigi að koma í staðinn fyrir aðstöðuna sem nú er á Litla Hrauni. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við eldra húsnæðið en frelsissviptir verða hið minnsta ekki vistaðir þar. Áherslu á að leggja á bætt öryggi fanga og starfsfólks fangelsa en jafnframt bættan aðbúnað heimsóknargesta, þar sem gætt verður sérstaklega að þörfum barna. Áætlaður kostnaður við byggingu nýs fangelsis er um sjö milljarðar króna og undirbúningur verður strax hafinn.l Við uppbygginguna á að leggja sérstaka áherslu á nútímaþekkingu á sviði betrunar og öryggismála, að því er fram kom í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í morgun. Hagkvæmara að byggja frá grunni Guðrún segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki svarað kostnaði að gera endurbætur á núverandi húsnæði. „Ríkisstjórnin var búin að ákveða það að setja rúma tvo milljarða í endurbætur hér á Litla-Hrauni. Framkvæmdasýsla ríkisins er búin að vera með það verkefni undanfarna mánuði. Það er niðurstaðan að húsakostur hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur. Litla-Hraun hefur verið byggt á mismunandi tíma. Fyrsta húsið var byggt árið 1929 og þá ekki einu sinni sem fangelsi, heldur sem sjúkrahús. Allar götur síðan höfum við verið að byggja hér við og hnýta saman mismunandi byggingar. Það hefur aldrei verið farið í heildræna uppbyggingu hér á fangelsi með öllum þeim þörfum sem það inniheldur,“ segir Guðrún. „Þannig að það er niðurstaða okkar að það svari ekki kostnaði að setja svona mikið fé í endurbætur heldur er það niðurstaðan að byggja nýtt fangelsi frá grunni.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni.vísir/Margrét Björk Þá á að fjölga opnum rýmum í fangelsinu á Sogni og verða fjórtán ný rými tekin í notkun á næstu mánuðum. Þar eru fyrir 21 rými og er því um töluverða stækkun að ræða. Kostnaður við þá uppbyggingu er sögð nema um 350 milljónum króna. Með þessu á meðal annars að bregðast við ábendingum frá Umboðsmanni Alþingis varðandi stöðu kvenna í fangelsum en í nýlegri skýrslu kom fram að hún væri lakari en staða karla. Með þessu á að auka möguleika kvenna á að taka út vistun sína í viðeigandi aðstæðum, að því er fram kom á fundinum í morgun. Áhersla á betrun Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins á að endurskoða lög um fullnustu refsinga með áherslu á betrun og nútímalega nálgun. Endurskoðunin er sögð tímabær í ljósi reynslu síðustu ára og aðfinnslna eftirlitsstofnana þingsins og alþjóðlegra eftirlitsstofnana.
Fangelsismál Árborg Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira