Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2023 12:44 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Vísir/Arnar Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar kynnti fyrir rúmu ári verkefnið „Fræðadvöl í Grímshúsi” á Ísafirði og nú hefur sérstök valnefnd ákveðið fyrstu vísindamennina og sérfræðingana sem munu dvelja í húsinu. Alls voru 251 umsækjandi frá um sextíu löndum. „Fræðadvölin er í samvinnu við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle, Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og líftæknifyrirtækið Kerecis. Fræðadvölinni er ætlað að skapa erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum, fræðimönnum, rithöfundum og fleirum kost á því að dvelja í 2-6 vikur í Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Grímshús stendur við Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Vísir/Ívar Valnefnd á vegum Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar hefur valið 10 fræðimenn sem munu dvelja í Grímshúsi á tímabilinu haust 2023 til sumars 2025. 2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.” Áformað er að sérhver fræðimaður haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík eða Akureyri. Listi yfir fræðimenn, verkefni þeirra og frá hvaða löndum þeir eru er birtur með fréttatilkynningunni. Valnefndin er skipuð af Matthildi Maríu Rafnsdóttur, fyrir hönd Hringborðs Norðurslóða, Dr. Peter Weiss fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða og Dr. Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur fyrir hönd Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Umsóknarferlið fyrir seinni hluta 2025 og árið 2026 verður tilkynnt í byrjun næsta árs,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í nóvember á síðasta ári þar sem sagt var frá verkefninu. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar kynnti fyrir rúmu ári verkefnið „Fræðadvöl í Grímshúsi” á Ísafirði og nú hefur sérstök valnefnd ákveðið fyrstu vísindamennina og sérfræðingana sem munu dvelja í húsinu. Alls voru 251 umsækjandi frá um sextíu löndum. „Fræðadvölin er í samvinnu við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle, Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og líftæknifyrirtækið Kerecis. Fræðadvölinni er ætlað að skapa erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum, fræðimönnum, rithöfundum og fleirum kost á því að dvelja í 2-6 vikur í Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Grímshús stendur við Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Vísir/Ívar Valnefnd á vegum Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar hefur valið 10 fræðimenn sem munu dvelja í Grímshúsi á tímabilinu haust 2023 til sumars 2025. 2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.” Áformað er að sérhver fræðimaður haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík eða Akureyri. Listi yfir fræðimenn, verkefni þeirra og frá hvaða löndum þeir eru er birtur með fréttatilkynningunni. Valnefndin er skipuð af Matthildi Maríu Rafnsdóttur, fyrir hönd Hringborðs Norðurslóða, Dr. Peter Weiss fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða og Dr. Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur fyrir hönd Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Umsóknarferlið fyrir seinni hluta 2025 og árið 2026 verður tilkynnt í byrjun næsta árs,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í nóvember á síðasta ári þar sem sagt var frá verkefninu.
2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.”
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36