Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 26. september 2023 19:02 Rakel og Marta sem starfa í móttöku hótelsins Reykjavík Lights skráðu gesti út með því að skrá upplýsingar niður á blað. Vísir/Margrét Björk Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Rafmagn kom aftur á rétt eftir klukkan 19 eftir að því hafði slegið út í um eina og hálfa klukkustund. Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækja. Starfsfólk pizzastaðarins Olifia þurfti að vísa gestum frá vegna rafmagnsleysis og náðu ekki að halda starfseminni gangandi. Þá þurftu starfsmenn að hringja í gesti sem eiga bókað borð og afbóka. Á pizzastaðnum Olifa var búið að kveikja á kertaljósum.Vísir/Margrét Björk Trausti Kristjánsson, framkvæmdastjóri staðarins, sagðist hafa mestar áhyggjur af hráefnum í kæli. Hann átti vonaðist að sjálfsögðu til að rafmagnsleysi yrði ekki langvarandi því annars sæu þau fram á mikið tjón. Kveikt var á kertum inni á staðnum og þeir gestir sem voru búnir að fá mat áður en rafmagnsleysið skall á létu fara vel um sig. Á veitingastaðnum Krúsku var kassakerfið úti vegna rafmagnsleysis. Þar var viðskiptavinum boðið upp á að millifæra en þeir voru vegna rafmagnsleysisins. Að sögn Steinars Þórs, eiganda staðarins, mætti einn viðskiptavinur lukkulegur með seðla og gat því keypt kjúkling. Steinar Þór, eigandi Krúsku lét rafmagnsleysið ekki mikið á sig fá.Vísir/Margrét Björk Himinlifandi með fría drykki Allt mótttökukerfið á Reykjavík Lights hótelinu á Suðurlandsbraut lá niðri vegna rafmagnsleysis. Starfsfólk skráði gesti sem mættu og yfirgáfu hótelið á blað þess í stað. Rakel og Marta í móttökunni sögðu að gestir hótelsins hafi verið himinlifandi þar sem þeim hafi verið boðið fríir drykkir á barnum vegna ástandsins. Gestir komust inn á herbergi sín enda eru aðgangskort tengd rafhlöðum. Gestir á hótelinu Reykjavik Lights fengu fría drykki á barnum.Vísir/Margrét Björk Ekki var hægt að nota lyftur hótelsins, eðli málsins samkvæmt. Hópur sem var á leiðinni átti gistingu á 6. hæð og sögðust þær Rakel og Marta hafa mestar áhyggjur af því að koma töskum þeirra alla leiðina upp á 6. hæð fari rafmagnið kæmist ekki fljótlega aftur á. Fréttatími Stöðvar 2 fór ekki í loftið á réttum tíma og rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Það var bjart yfir sjónvarpsmanninum Sindra Sindrasyni þrátt fyrir rafmagnsleysi. Vísir/Margrét Björk Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Rafmagn kom aftur á rétt eftir klukkan 19 eftir að því hafði slegið út í um eina og hálfa klukkustund. Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækja. Starfsfólk pizzastaðarins Olifia þurfti að vísa gestum frá vegna rafmagnsleysis og náðu ekki að halda starfseminni gangandi. Þá þurftu starfsmenn að hringja í gesti sem eiga bókað borð og afbóka. Á pizzastaðnum Olifa var búið að kveikja á kertaljósum.Vísir/Margrét Björk Trausti Kristjánsson, framkvæmdastjóri staðarins, sagðist hafa mestar áhyggjur af hráefnum í kæli. Hann átti vonaðist að sjálfsögðu til að rafmagnsleysi yrði ekki langvarandi því annars sæu þau fram á mikið tjón. Kveikt var á kertum inni á staðnum og þeir gestir sem voru búnir að fá mat áður en rafmagnsleysið skall á létu fara vel um sig. Á veitingastaðnum Krúsku var kassakerfið úti vegna rafmagnsleysis. Þar var viðskiptavinum boðið upp á að millifæra en þeir voru vegna rafmagnsleysisins. Að sögn Steinars Þórs, eiganda staðarins, mætti einn viðskiptavinur lukkulegur með seðla og gat því keypt kjúkling. Steinar Þór, eigandi Krúsku lét rafmagnsleysið ekki mikið á sig fá.Vísir/Margrét Björk Himinlifandi með fría drykki Allt mótttökukerfið á Reykjavík Lights hótelinu á Suðurlandsbraut lá niðri vegna rafmagnsleysis. Starfsfólk skráði gesti sem mættu og yfirgáfu hótelið á blað þess í stað. Rakel og Marta í móttökunni sögðu að gestir hótelsins hafi verið himinlifandi þar sem þeim hafi verið boðið fríir drykkir á barnum vegna ástandsins. Gestir komust inn á herbergi sín enda eru aðgangskort tengd rafhlöðum. Gestir á hótelinu Reykjavik Lights fengu fría drykki á barnum.Vísir/Margrét Björk Ekki var hægt að nota lyftur hótelsins, eðli málsins samkvæmt. Hópur sem var á leiðinni átti gistingu á 6. hæð og sögðust þær Rakel og Marta hafa mestar áhyggjur af því að koma töskum þeirra alla leiðina upp á 6. hæð fari rafmagnið kæmist ekki fljótlega aftur á. Fréttatími Stöðvar 2 fór ekki í loftið á réttum tíma og rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Það var bjart yfir sjónvarpsmanninum Sindra Sindrasyni þrátt fyrir rafmagnsleysi. Vísir/Margrét Björk
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira