Ólátabelgirnir í Ajax birta „aftökulista“ stjórnarfólks hjá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2023 13:30 Blysum var ítrekað hent inn á Johan Cruijff leikvanginn þangað til á endanum að leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda. Getty/Angelo Blankespoor Í dag verður aftur reynt að klára leik Ajax og Feyenoord í hollensku deildinni en það þurfti að hætta leik um síðustu helgi vegna óláta áhorfenda. Allt varð vitlaust á pöllunum eftir að Ajax lenti 3-0 undir á heimavelli á móti sínum erkifjendum. Dómarinn stöðvaði leikinn eftir 55 mínútur. Stuðningsmenn Ajax höfðu þá ítrekað kastað blysum inn á völlinn og þeir reyndu líka að eyðileggja sem mest á leið sinni af Johan Cruijff leikvanginum. Ofurstuðningsmannasveit Ajax, F-side, ætlar nefnilega að gera allt til að kalla fram breytingar á stjórn félagsins. Ajax hefur byrjað tímabilið hræðilega en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Leikurinn á að klárast í dag en þá verða síðustu 35 mínútur hans leiknar en engum áhorfendum verður þó hleypt inn á leikvanginn. Ólátabelgirnir í Ajax láta það ekki stoppa sig og ætla að hittast fyrir utan leikvanginn klukkutíma fyrir leik. F-side hafði heimtað að Sven Mislintat, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax, yrði rekinn og þeim varð að ósk sinni eftir leikinn um helgina. Sveitin vill aftur á móti að allri stjórn félagsins verði vikið úr starfi. Þeir birtu því „aftökulista“ á samfélagsmiðlum og hótuðu aðgerðum í tengslum við leikinn í dag. Alls eru fimm manns á listanum fyrir utan Mislintat. Þau eru Pier Eringa, Georgette Schlick, Annette Mosman, Maurits Hendriks og Jan van Halst. View this post on Instagram A post shared by F-SIDE (@fside) Hollenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Allt varð vitlaust á pöllunum eftir að Ajax lenti 3-0 undir á heimavelli á móti sínum erkifjendum. Dómarinn stöðvaði leikinn eftir 55 mínútur. Stuðningsmenn Ajax höfðu þá ítrekað kastað blysum inn á völlinn og þeir reyndu líka að eyðileggja sem mest á leið sinni af Johan Cruijff leikvanginum. Ofurstuðningsmannasveit Ajax, F-side, ætlar nefnilega að gera allt til að kalla fram breytingar á stjórn félagsins. Ajax hefur byrjað tímabilið hræðilega en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Leikurinn á að klárast í dag en þá verða síðustu 35 mínútur hans leiknar en engum áhorfendum verður þó hleypt inn á leikvanginn. Ólátabelgirnir í Ajax láta það ekki stoppa sig og ætla að hittast fyrir utan leikvanginn klukkutíma fyrir leik. F-side hafði heimtað að Sven Mislintat, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax, yrði rekinn og þeim varð að ósk sinni eftir leikinn um helgina. Sveitin vill aftur á móti að allri stjórn félagsins verði vikið úr starfi. Þeir birtu því „aftökulista“ á samfélagsmiðlum og hótuðu aðgerðum í tengslum við leikinn í dag. Alls eru fimm manns á listanum fyrir utan Mislintat. Þau eru Pier Eringa, Georgette Schlick, Annette Mosman, Maurits Hendriks og Jan van Halst. View this post on Instagram A post shared by F-SIDE (@fside)
Hollenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira