Andri Lucas, sem gekk til liðs við Lyngby á láni frá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping í sumar, hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Lyngby á yfirstandandi tímabili.
Í gær heimsótti Lyngby, HK Koge í danska bikarnum og þar hélt Andri Lucas, sem hefur verið iðinn við kolann á tímabilinu, uppteknum hætti og skoraði tvö marka liðsins í 4-2 sigri.
Tækifærin höfðu verið af skornum skammti fyrir Andra Lucas hjá IFK Norrköping en Íslendingurinn knái hefur verið fljótur að minna á sig í Danmörku. Þar var honum ætlað að fylla upp í stór sport Alfreðs Finnbogasonar fyrrum sóknarmanns Lyngby sem hélt til Belgíu fyrr á árinu.
Ekki er annað hægt að segja en að Andri Lucas sé að standa sig með mikilli prýði það sem af er tímabili. Tölfræði hans í leikjum Lyngby til þessa rennir stoðum undir það. Sex mörk í síðustu fimm leikjum með Lyngby í deild og bikar.