Bandaríkjamenn leita að bílstjóra á brynvarinn bíl í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 23:41 Bandaríska sendiráðið á Íslandi stendur við Engjateig. Það má telja sennilegt að sá sem hreppir bílstjórastöðuna komi til með að þurfa að rata þangað. Vísir/Vilhelm Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur auglýst eftir einkabílstjóra til að aka sendiherranum og öðrum starfsmönnum sendiráðsins í brynvörðum bíl. Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu.
Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira