Aníta Briem fer á kostum í nýjum þáttum Boði Logason skrifar 28. september 2023 09:09 Aníta Briem fer með aðalhlutverkið í þáttunum og skrifar einnig handritið að þeim. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur. Stöð 2 Ný stikla úr þáttunum Svo lengi sem við lifum er frumsýnd á Vísi í dag. Þættirnir eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur og eru þeir framleiddir af Glassriver. Stefnt er að því að sýna þættina víðar um heim undir heitinu As long as we live. Klippa: Svo lengi sem við lifum - stikla „Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir í lýsingu á þáttunum. Það er óhætt að segja að landslið kvikmyndagerðarmanna komi að þáttunum en kvikmyndatakan er í höndum Árna Filippussonar og Ásgríms Guðbjartssonar, klipping þáttanna er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlistin er í höndum Kjartans Hólm, svo fáeinir séu nefndir. Leikstjóri þáttanna er Katrín Björgvinsdóttir. Með aðalhlutverk fara þau Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Í samtali við Vísi í fyrra sagði Aníta að þættirnir séu ástarsaga en þó ekki hin klassíska sem við heyrum oftast um. Þættirnir fjalli um nándina og alls konar ástar- og sálarflækjur. „Oft í lífi fólks getur maður lært mikið af sögum en stundum bara að vita að maður er ekki einn í heiminum, það getur veri ótrúlega dýrmætt og skipt miklum sköpum. Svo þetta er svona óður minn til ástarinnar og lífsneistans sem getur verið alls konar á litinn.“ Þann 8. október verða allir þættirnir aðgengilegir fyrir áskrifendur Stöðvar 2 inn á Stöð 2+. Áskrifendur Stöðvar 2+ geta nálgast einn þátt á viku en þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fréttin hefur verið uppfærð Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur og eru þeir framleiddir af Glassriver. Stefnt er að því að sýna þættina víðar um heim undir heitinu As long as we live. Klippa: Svo lengi sem við lifum - stikla „Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir í lýsingu á þáttunum. Það er óhætt að segja að landslið kvikmyndagerðarmanna komi að þáttunum en kvikmyndatakan er í höndum Árna Filippussonar og Ásgríms Guðbjartssonar, klipping þáttanna er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlistin er í höndum Kjartans Hólm, svo fáeinir séu nefndir. Leikstjóri þáttanna er Katrín Björgvinsdóttir. Með aðalhlutverk fara þau Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Í samtali við Vísi í fyrra sagði Aníta að þættirnir séu ástarsaga en þó ekki hin klassíska sem við heyrum oftast um. Þættirnir fjalli um nándina og alls konar ástar- og sálarflækjur. „Oft í lífi fólks getur maður lært mikið af sögum en stundum bara að vita að maður er ekki einn í heiminum, það getur veri ótrúlega dýrmætt og skipt miklum sköpum. Svo þetta er svona óður minn til ástarinnar og lífsneistans sem getur verið alls konar á litinn.“ Þann 8. október verða allir þættirnir aðgengilegir fyrir áskrifendur Stöðvar 2 inn á Stöð 2+. Áskrifendur Stöðvar 2+ geta nálgast einn þátt á viku en þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fréttin hefur verið uppfærð
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira