Albert kom Genoa yfir strax á fimmtu mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna, en Bryan Cristante jafnaði metin fyrir Rómverja á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Leonardo Spinazzola.
⚽️ | GOOOOOOOOOOOOOOOOOL 🔴🔵
— Genoa CFC (@GenoaCFC) September 28, 2023
4’ | ALBERT#GenoaRoma 1️⃣-0️⃣ pic.twitter.com/Zno0TfPWZ9
Mateo Retegui kom heimamönnum þó yfir á ný með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik og Genoa fór því með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið.
Morten Thorsby skoraði svo þriðja mark Genoa á 74. mínútu áður en Junior Messias innsiglaði 4-1 sigur liðsins sjö mínútum síðar.
Eftir sigurinn eru Albert og félagar með sjö stig í ellefta sæti deildarinnar að sex umferðum loknum, en Roma situr hins vegar í 16. sæti með fimm stig.