„Erum farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. september 2023 21:55 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki í Kórnum. HK komst tvisvar yfir og var einum manni fleiri nánast allan leikinn. Ómari Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir leik. „Við gerðum það sem við töluðum um í hálfleik að við ætluðum alls ekki að gera sem var að lyfta boltanum á hafsentana þeirra en við gerðum það og upp úr því fengum við á okkur skyndisókn og mark,“ sagði Ómar Ingi svekktur eftir leik. Fylkir fékk rautt spjald þegar að tæplega átta mínútur voru liðnar af leiknum og Ómar sagði að það hafi verið erfitt að eiga við Fylki einum fleiri. „Það var erfitt að brjóta þá til baka. Þetta er hörkulið og þegar þeir voru að verjast þá var erfitt að brjóta þá. Þeir voru fljótir fram á við með mikinn hraða og við vorum í vandræðum með þá 11 á móti 10.“ Fylkir fékk víti í fyrri hálfleik og skömmu áður hafði Örvar Eggertsson verið tekinn niður í teignum en fékk ekki víti og Ómar taldi að það mætti brjóta meira á Örvari en öðrum. „Ég veit það ekki. Mér fannst alveg mögulegt að hann hafi farið með sólann á undan sér í Aziz og ekkert endilega verið á undan í boltann en Rúnar er pottþétt ósammála mér.“ „Þeir segja að Örvar hafi ekki átt að fá víti en það þarf rosalega mikið til svo Örvar fái aukaspyrnur eða meira.“ Í stöðunni 2-2 var Fylkir sterkari aðilinn en Ómar taldi ekki um neina heppni hafi verið að ræða að HK hafi fengið stig út úr leiknum. „Þú ert ekki heppinn í fótbolta finnst mér og ég vill ekki meina að við höfum verið heppnir. Þetta var greinilega álíka góð frammistaða í heildina og þar að leiðandi endaði leikurinn með jafntefli.“ HK hefur verið í miklum vandræðum með að ná í sigur. Í síðustu þrettán leikjum hefur HK aðeins unnið einn leik. „Ég held að jafnteflunum hefði fækkað og sigrarnir komið ef ég væri kominn með lausnina. Eftir að við náðum að safna svona mörgum stigum í byrjun erum við farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur. Sérstaklega þegar að við erum að spila gegn þessum liðum en við ætluðum að sækja til sigurs og slíta okkur frá þeim,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
„Við gerðum það sem við töluðum um í hálfleik að við ætluðum alls ekki að gera sem var að lyfta boltanum á hafsentana þeirra en við gerðum það og upp úr því fengum við á okkur skyndisókn og mark,“ sagði Ómar Ingi svekktur eftir leik. Fylkir fékk rautt spjald þegar að tæplega átta mínútur voru liðnar af leiknum og Ómar sagði að það hafi verið erfitt að eiga við Fylki einum fleiri. „Það var erfitt að brjóta þá til baka. Þetta er hörkulið og þegar þeir voru að verjast þá var erfitt að brjóta þá. Þeir voru fljótir fram á við með mikinn hraða og við vorum í vandræðum með þá 11 á móti 10.“ Fylkir fékk víti í fyrri hálfleik og skömmu áður hafði Örvar Eggertsson verið tekinn niður í teignum en fékk ekki víti og Ómar taldi að það mætti brjóta meira á Örvari en öðrum. „Ég veit það ekki. Mér fannst alveg mögulegt að hann hafi farið með sólann á undan sér í Aziz og ekkert endilega verið á undan í boltann en Rúnar er pottþétt ósammála mér.“ „Þeir segja að Örvar hafi ekki átt að fá víti en það þarf rosalega mikið til svo Örvar fái aukaspyrnur eða meira.“ Í stöðunni 2-2 var Fylkir sterkari aðilinn en Ómar taldi ekki um neina heppni hafi verið að ræða að HK hafi fengið stig út úr leiknum. „Þú ert ekki heppinn í fótbolta finnst mér og ég vill ekki meina að við höfum verið heppnir. Þetta var greinilega álíka góð frammistaða í heildina og þar að leiðandi endaði leikurinn með jafntefli.“ HK hefur verið í miklum vandræðum með að ná í sigur. Í síðustu þrettán leikjum hefur HK aðeins unnið einn leik. „Ég held að jafnteflunum hefði fækkað og sigrarnir komið ef ég væri kominn með lausnina. Eftir að við náðum að safna svona mörgum stigum í byrjun erum við farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur. Sérstaklega þegar að við erum að spila gegn þessum liðum en við ætluðum að sækja til sigurs og slíta okkur frá þeim,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira