Ólafur fetar ótroðnar slóðir í Kúveit: „Tilboð sem ekki margir myndu segja nei við“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2023 09:30 Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur gekk til liðs við Gróttu Vísir/Skjáskot Ólafur Brim Stefánsson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til þess að spila fyrir félagslið frá Kúveit. Hann hefur samið við Al-Yarmouk þar í landi og segir að ekki gætu margir leikmenn hafnað því óvænta tilboði sem hann fékk frá félaginu. „Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“ Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
„Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“
Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira