„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 11:53 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira