Viggó hefur spilað frábærlega það sem af er tímabili en það hefur þó ekki gengið sem skildi. Í dag voru gestirnir betri aðilinn frá upphafi til enda, þeir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik og unnu leikinn á endanum með tveggja marka mun.
Viggó kom að átta mörkum í leiknum, skoraði fimm og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson gaf eina stoðsendingu. Faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, er þjálfari liðsins.
Leipzig er í 15. sæti með 3 stig að loknum 6 leikjum.