Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. október 2023 20:21 Úr myndbandi þýsks ferðamanns sem festi fjórtán tonna hertrukk á fáförnum slóða í Þjórsárverum. skjáskot Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira