Páfi virðist leggja blessun sína yfir blessun samkynhneigðra para Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 07:10 Baráttufólk hefur fagnað afstöðu páfa. AP/Andrew Medichini Frans páfi hefur gefið til kynna að það kunni að vera leiðir til að blessa samkynhneigð pör jafnvel þótt það sé enn afstaða kaþólsku kirkjunnar að aðeins karl og kona geti gengið í heilagt hjónaband. Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris. Hinsegin Páfagarður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris.
Hinsegin Páfagarður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira